Áfellisdómur yfir ráðakonum 17. nóvember 2004 00:01 Stefán Jónsson leikstjóri fylgdi átta ára syni sínum, Jóni Gunnari, í skólann. Til viðbótar á hann tvo stráka, 10 og 12 ára, í skólanum og var kennsla þegar hafin hjá þeim. "Það var glundroði hér í gær því að þá voru ekki svo margir kennarar mættir en í dag virðast kennarar ætla að mæta," sagði hann eftir að kennsla var hafin í bekknum hjá syni hans. "Þetta er ömurlegt. Margir upplifa þetta verkfall eins og tímaskekkju. Það er að koma á daginn hversu mikið sýndarvelferðarkerfi ríkir hér á landi. Við þykjumst og viljum telja okkur í hópi Norðurlandanna en í raun og veru erum við eftirbátar hinna Norðurlandanna og erum alltaf frekar að teygja okkur meira til Bandaríkjanna í hugsunarhætti." Eirðarleysi og doði "Kennarastéttin er kvennastétt og það virðist ekki hjálpa þeim frekar en fyrri daginn. Og kannski dálítill áfellisdómur yfir þeim konum sem hafa þó einhver völd í bæjarstjórnum víða um land. Margar konur eru bæjarstjórar og menntamálaráðherra er náttúrulega kona líka. Það er svo sem voðalega auðvelt fyrir ríkið að hafa hent þessum skólum yfir í sveitarfélögin og vilja svo ekki kannast við krógann." Stefán sagði barnagæsluna leysta í verkfallinu með því að vera með krakkana í vinnunni og svo hafi börn komin á ákveðinn aldur gengið sjálfala. "Maður hefur reynt að halda þeim réttu megin við línuna. Þeir eru ekki farnir að brjóta lög eða neitt svoleiðis," sagði hann og taldi börnin hafa "skemmt sér konunglega. En svo hefur reyndar komið leiði í strákana. Dagarnir eru langir, það er eirðarleysi, leti og doði sem hefur sest í þá. En þetta er bara búið að vera ömurlegt ástand og okkur öllum til háborinnar skammar að láta þetta viðgangast." Vonar það bestaÆvar Ísberg, starfsmaður Ríkisskattstjóra, fylgdi Karitas, sjö ára dóttur sinni, í Austurbæjarskólann í gærmorgun. "Við höfum getað bjargað okkur í verkfallinu og höfum ekki lent í neinum vandræðum. Þetta er kjarabarátta kennara og maður verður bara að sætta sig við það," sagði hann og taldi flesta foreldra skilja og styðja kjarabaráttu kennara þó að ástandið í vikunni hefði komið mismunandi illa við fólk. "Ég styð að sjálfsögðu kjarabaráttu kennara þó að ástandið sé hundfúlt. Við verðum bara að taka því. Anna Sigurveig Magnúsdóttir tölvunarfræðingur skaust með dóttur sína, Þórunni Dís Halldórsdóttur, 6 ára, í skólann í gær. "Mér líst ekkert á þetta lengur," sagði hún. "Þetta verkfall hefur tekið alltof langan tíma. Við mættum hérna í gær [á mánudag] til að vera bara snúið við. Sex ára börn eru ofsalega vonsvikin að vera send til baka. Ég vona bara að ástandið leysist með þessum lögum, það verði kennsla næstu mánuði og tíminn geri það að verkum að það verði hægt að semja almennilega við kennara. Það er kannski borin von, ég veit það ekki, en maður vonar það besta," sagði hún. Konur rísa upp Helmingur kennara mætti til kennslu í Austurbæjarskóla á mánudag og helmingur sat heima. Í gær voru flestallir kennarar mættir og kennsla hafin á ný þó að margir kennarar hafi verið ósáttir og flestum hafi liðið illa vegna lagasetningar ríkisstjórnarinnar. Von er á uppsögnum í Austurbæjarskóla eins og fleiri skólum út um allt land í dag og næstu daga. Arnljót Ívarsdóttir er deildarstjóri yngsta stigs og umsjónarkennari í þriðja bekk. "Ég hef lítið heyrt í kennurum í morgun þannig að það er ekki hægt að segja hvernig viðhorf þeirra eru í dag en hér eru langflestir mættir. Við tókum einarða afstöðu á tveimur sunnudagsfundum að sýna einhvers konar mótmæli í gær en það verður ekki meir. Hér reiknum við með eðlilegu skólahaldi frá og með deginum í dag," sagði hún í gær. "Það eru margir að íhuga uppsagnir og það eru ekki bara sýndaruppsagnir heldur uppsagnir sem fólk er búið að íhuga mjög lengi vegna þess að því finnst mælirinn vera orðinn fullur. Fólki sem hefur kennt hérna mjög lengi finnst nóg komið. Þetta tengist líka kvennabaráttu því að þetta er kvennastétt og mörgum konum finnst þær þurfa að rísa upp." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Stefán Jónsson leikstjóri fylgdi átta ára syni sínum, Jóni Gunnari, í skólann. Til viðbótar á hann tvo stráka, 10 og 12 ára, í skólanum og var kennsla þegar hafin hjá þeim. "Það var glundroði hér í gær því að þá voru ekki svo margir kennarar mættir en í dag virðast kennarar ætla að mæta," sagði hann eftir að kennsla var hafin í bekknum hjá syni hans. "Þetta er ömurlegt. Margir upplifa þetta verkfall eins og tímaskekkju. Það er að koma á daginn hversu mikið sýndarvelferðarkerfi ríkir hér á landi. Við þykjumst og viljum telja okkur í hópi Norðurlandanna en í raun og veru erum við eftirbátar hinna Norðurlandanna og erum alltaf frekar að teygja okkur meira til Bandaríkjanna í hugsunarhætti." Eirðarleysi og doði "Kennarastéttin er kvennastétt og það virðist ekki hjálpa þeim frekar en fyrri daginn. Og kannski dálítill áfellisdómur yfir þeim konum sem hafa þó einhver völd í bæjarstjórnum víða um land. Margar konur eru bæjarstjórar og menntamálaráðherra er náttúrulega kona líka. Það er svo sem voðalega auðvelt fyrir ríkið að hafa hent þessum skólum yfir í sveitarfélögin og vilja svo ekki kannast við krógann." Stefán sagði barnagæsluna leysta í verkfallinu með því að vera með krakkana í vinnunni og svo hafi börn komin á ákveðinn aldur gengið sjálfala. "Maður hefur reynt að halda þeim réttu megin við línuna. Þeir eru ekki farnir að brjóta lög eða neitt svoleiðis," sagði hann og taldi börnin hafa "skemmt sér konunglega. En svo hefur reyndar komið leiði í strákana. Dagarnir eru langir, það er eirðarleysi, leti og doði sem hefur sest í þá. En þetta er bara búið að vera ömurlegt ástand og okkur öllum til háborinnar skammar að láta þetta viðgangast." Vonar það bestaÆvar Ísberg, starfsmaður Ríkisskattstjóra, fylgdi Karitas, sjö ára dóttur sinni, í Austurbæjarskólann í gærmorgun. "Við höfum getað bjargað okkur í verkfallinu og höfum ekki lent í neinum vandræðum. Þetta er kjarabarátta kennara og maður verður bara að sætta sig við það," sagði hann og taldi flesta foreldra skilja og styðja kjarabaráttu kennara þó að ástandið í vikunni hefði komið mismunandi illa við fólk. "Ég styð að sjálfsögðu kjarabaráttu kennara þó að ástandið sé hundfúlt. Við verðum bara að taka því. Anna Sigurveig Magnúsdóttir tölvunarfræðingur skaust með dóttur sína, Þórunni Dís Halldórsdóttur, 6 ára, í skólann í gær. "Mér líst ekkert á þetta lengur," sagði hún. "Þetta verkfall hefur tekið alltof langan tíma. Við mættum hérna í gær [á mánudag] til að vera bara snúið við. Sex ára börn eru ofsalega vonsvikin að vera send til baka. Ég vona bara að ástandið leysist með þessum lögum, það verði kennsla næstu mánuði og tíminn geri það að verkum að það verði hægt að semja almennilega við kennara. Það er kannski borin von, ég veit það ekki, en maður vonar það besta," sagði hún. Konur rísa upp Helmingur kennara mætti til kennslu í Austurbæjarskóla á mánudag og helmingur sat heima. Í gær voru flestallir kennarar mættir og kennsla hafin á ný þó að margir kennarar hafi verið ósáttir og flestum hafi liðið illa vegna lagasetningar ríkisstjórnarinnar. Von er á uppsögnum í Austurbæjarskóla eins og fleiri skólum út um allt land í dag og næstu daga. Arnljót Ívarsdóttir er deildarstjóri yngsta stigs og umsjónarkennari í þriðja bekk. "Ég hef lítið heyrt í kennurum í morgun þannig að það er ekki hægt að segja hvernig viðhorf þeirra eru í dag en hér eru langflestir mættir. Við tókum einarða afstöðu á tveimur sunnudagsfundum að sýna einhvers konar mótmæli í gær en það verður ekki meir. Hér reiknum við með eðlilegu skólahaldi frá og með deginum í dag," sagði hún í gær. "Það eru margir að íhuga uppsagnir og það eru ekki bara sýndaruppsagnir heldur uppsagnir sem fólk er búið að íhuga mjög lengi vegna þess að því finnst mælirinn vera orðinn fullur. Fólki sem hefur kennt hérna mjög lengi finnst nóg komið. Þetta tengist líka kvennabaráttu því að þetta er kvennastétt og mörgum konum finnst þær þurfa að rísa upp."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira