„Það vantar einn í hópinn!“ 29. júní 2004 00:01 Það vantar einn í hópinn! Það er yfirskrift þjóðarátaks VÍS gegn umferðarslysum. Sjónum er nú beint sérstaklega að aðstandendum þeirra sem látast í umferðinni. Kona sem missti föður sinn í bílslysi fyrir þremur áratugum segir að sér verði enn hverft við þegar hún heyrir af banaslysum í umferðinni. Þetta er fjórða sumarið í röð sem VÍS stendur fyrir átaki af þessu tagi en á næstunni munu landsmenn verða varir við áróður í þessum efnum. Ragnheiður Davíðsdóttir, forvarnar- og öryggisfulltrúi VÍS, segir umferðaslysin ekki aðeins skilja eftir sig mikinn harmleik hjá nánustu aðstandendum þeirra sem deyja og slasast heldur einnig hjá skólafélögum, vinnufélögum, krökkunum á leikskólunum og fleirum. Sólveig Svavarsdóttir missti föður sinn fyrir tæpum 30 árum í umferðarslysi og hún segir tímann ekki lækna nokkur sár. Hann lini sársaukann en við séum alltaf minnt á þetta. Sólveig segir að margir geri ráð fyrir því að á svona löngum tíma grói sárin en hún segir að sér verði enn mjög hverft við þegar hún heyrir af banaslysum í umferðinni. Um næstu helgi má gera ráð fyrir mikilli umferð á þjóðvegum landsins og hafa þeir sem sinna öryggismálum í umferðinni meiri áhyggjur af þeirri helgi en verslunarmannahelginni, enda er fólk yfirleitt þá betur undirbúið og meiri löggæsla. Ragnheiður Davíðsdóttir heitir á þjóðina að taka þátt í þessu átaki og skila sér heillri heim. Ágústa Dröfn Guðmundsdóttir lamaðist í umferðarslysi fyrir aldarfjórðungi, aðeins 16 ára gömul. Hún segir að sér bregði ávallt þegar hún heyrir af slysum og bendir á að oft komi fram í fréttum að meiðsl virðist ekki svo alvarleg en þau séu það engu að síður fyrir þann sem hlut eigi að máli. Skilaboð hennar til fólks í umferðinni eru að fara varlega, vera í belti og hugsa. Fréttir Innlent Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Það vantar einn í hópinn! Það er yfirskrift þjóðarátaks VÍS gegn umferðarslysum. Sjónum er nú beint sérstaklega að aðstandendum þeirra sem látast í umferðinni. Kona sem missti föður sinn í bílslysi fyrir þremur áratugum segir að sér verði enn hverft við þegar hún heyrir af banaslysum í umferðinni. Þetta er fjórða sumarið í röð sem VÍS stendur fyrir átaki af þessu tagi en á næstunni munu landsmenn verða varir við áróður í þessum efnum. Ragnheiður Davíðsdóttir, forvarnar- og öryggisfulltrúi VÍS, segir umferðaslysin ekki aðeins skilja eftir sig mikinn harmleik hjá nánustu aðstandendum þeirra sem deyja og slasast heldur einnig hjá skólafélögum, vinnufélögum, krökkunum á leikskólunum og fleirum. Sólveig Svavarsdóttir missti föður sinn fyrir tæpum 30 árum í umferðarslysi og hún segir tímann ekki lækna nokkur sár. Hann lini sársaukann en við séum alltaf minnt á þetta. Sólveig segir að margir geri ráð fyrir því að á svona löngum tíma grói sárin en hún segir að sér verði enn mjög hverft við þegar hún heyrir af banaslysum í umferðinni. Um næstu helgi má gera ráð fyrir mikilli umferð á þjóðvegum landsins og hafa þeir sem sinna öryggismálum í umferðinni meiri áhyggjur af þeirri helgi en verslunarmannahelginni, enda er fólk yfirleitt þá betur undirbúið og meiri löggæsla. Ragnheiður Davíðsdóttir heitir á þjóðina að taka þátt í þessu átaki og skila sér heillri heim. Ágústa Dröfn Guðmundsdóttir lamaðist í umferðarslysi fyrir aldarfjórðungi, aðeins 16 ára gömul. Hún segir að sér bregði ávallt þegar hún heyrir af slysum og bendir á að oft komi fram í fréttum að meiðsl virðist ekki svo alvarleg en þau séu það engu að síður fyrir þann sem hlut eigi að máli. Skilaboð hennar til fólks í umferðinni eru að fara varlega, vera í belti og hugsa.
Fréttir Innlent Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira