„Það vantar einn í hópinn!“ 29. júní 2004 00:01 Það vantar einn í hópinn! Það er yfirskrift þjóðarátaks VÍS gegn umferðarslysum. Sjónum er nú beint sérstaklega að aðstandendum þeirra sem látast í umferðinni. Kona sem missti föður sinn í bílslysi fyrir þremur áratugum segir að sér verði enn hverft við þegar hún heyrir af banaslysum í umferðinni. Þetta er fjórða sumarið í röð sem VÍS stendur fyrir átaki af þessu tagi en á næstunni munu landsmenn verða varir við áróður í þessum efnum. Ragnheiður Davíðsdóttir, forvarnar- og öryggisfulltrúi VÍS, segir umferðaslysin ekki aðeins skilja eftir sig mikinn harmleik hjá nánustu aðstandendum þeirra sem deyja og slasast heldur einnig hjá skólafélögum, vinnufélögum, krökkunum á leikskólunum og fleirum. Sólveig Svavarsdóttir missti föður sinn fyrir tæpum 30 árum í umferðarslysi og hún segir tímann ekki lækna nokkur sár. Hann lini sársaukann en við séum alltaf minnt á þetta. Sólveig segir að margir geri ráð fyrir því að á svona löngum tíma grói sárin en hún segir að sér verði enn mjög hverft við þegar hún heyrir af banaslysum í umferðinni. Um næstu helgi má gera ráð fyrir mikilli umferð á þjóðvegum landsins og hafa þeir sem sinna öryggismálum í umferðinni meiri áhyggjur af þeirri helgi en verslunarmannahelginni, enda er fólk yfirleitt þá betur undirbúið og meiri löggæsla. Ragnheiður Davíðsdóttir heitir á þjóðina að taka þátt í þessu átaki og skila sér heillri heim. Ágústa Dröfn Guðmundsdóttir lamaðist í umferðarslysi fyrir aldarfjórðungi, aðeins 16 ára gömul. Hún segir að sér bregði ávallt þegar hún heyrir af slysum og bendir á að oft komi fram í fréttum að meiðsl virðist ekki svo alvarleg en þau séu það engu að síður fyrir þann sem hlut eigi að máli. Skilaboð hennar til fólks í umferðinni eru að fara varlega, vera í belti og hugsa. Fréttir Innlent Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Það vantar einn í hópinn! Það er yfirskrift þjóðarátaks VÍS gegn umferðarslysum. Sjónum er nú beint sérstaklega að aðstandendum þeirra sem látast í umferðinni. Kona sem missti föður sinn í bílslysi fyrir þremur áratugum segir að sér verði enn hverft við þegar hún heyrir af banaslysum í umferðinni. Þetta er fjórða sumarið í röð sem VÍS stendur fyrir átaki af þessu tagi en á næstunni munu landsmenn verða varir við áróður í þessum efnum. Ragnheiður Davíðsdóttir, forvarnar- og öryggisfulltrúi VÍS, segir umferðaslysin ekki aðeins skilja eftir sig mikinn harmleik hjá nánustu aðstandendum þeirra sem deyja og slasast heldur einnig hjá skólafélögum, vinnufélögum, krökkunum á leikskólunum og fleirum. Sólveig Svavarsdóttir missti föður sinn fyrir tæpum 30 árum í umferðarslysi og hún segir tímann ekki lækna nokkur sár. Hann lini sársaukann en við séum alltaf minnt á þetta. Sólveig segir að margir geri ráð fyrir því að á svona löngum tíma grói sárin en hún segir að sér verði enn mjög hverft við þegar hún heyrir af banaslysum í umferðinni. Um næstu helgi má gera ráð fyrir mikilli umferð á þjóðvegum landsins og hafa þeir sem sinna öryggismálum í umferðinni meiri áhyggjur af þeirri helgi en verslunarmannahelginni, enda er fólk yfirleitt þá betur undirbúið og meiri löggæsla. Ragnheiður Davíðsdóttir heitir á þjóðina að taka þátt í þessu átaki og skila sér heillri heim. Ágústa Dröfn Guðmundsdóttir lamaðist í umferðarslysi fyrir aldarfjórðungi, aðeins 16 ára gömul. Hún segir að sér bregði ávallt þegar hún heyrir af slysum og bendir á að oft komi fram í fréttum að meiðsl virðist ekki svo alvarleg en þau séu það engu að síður fyrir þann sem hlut eigi að máli. Skilaboð hennar til fólks í umferðinni eru að fara varlega, vera í belti og hugsa.
Fréttir Innlent Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira