Eigum að leyfa fjölbreytni 26. október 2004 00:01 Tvær tólf ára stúlkur voru í síðustu viku reknar úr frönskum skóla fyrir að neita að taka ofan höfuðslæðu. Ingvill Plesner er sérfræðingur í trúfrelsismálum og mannréttindum og er stödd hér á landi við rannsóknarstörf á vegum Háskólans á Akureyri. Hún hefur sérstaklega skoðað nýleg lög í Frakklandi sem banna nemendum að ganga með áberandi trúartákn. Hún segir að ef takmarka eigi þennan rétt verði afar góð ástæða að búa að baki í lýðræðislegu þjóðfélagi, til dæmis með hliðsjón af almannareglum. Í þessu tilviki eigi slíkt stundum við. Þó sé bannið ekki í samræmi við markmið og kröfur um trúfrelsi. Ingvill bendir á að ef tilgangur laganna sé að aðlaga múslima að frönsku samfélagi þá virki þau í raun þveröfugt. Með því að reka börn úr skóla sé verið að dæma þau til félagslegrar einangrunar og af því spretti fleiri vandamál en af klæðaburðinum einum saman. Ingvill segir að ýmsar ástæður geti legið að baki slæðunotkun múslimakvenna; það sé einföldun og ranghugmynd að slæðan sé alltaf tákn um öfgakennda trú og kvennakúgun og hún ráðleggur íslenskum stjórnvöldum að sýna umburðarlyndi í þessum málum. Hún segir að þegar komi að reglum þurfi jafnræði að ríkja. Reglur verði að gilda um alla. Íslendingar verði að velta því fyrir sér hvort þeir vilji leggja áherslu eða fjölbreytni eða einsleitni. Hvort opinberar stofnanir eins og skólar séu nokkurn vegin lausir við trúarleg tákn. Hún segist sjálf á þeirri skoðun að best sé að börn læri að kynnast sem mestri fjölbreytni og trúarleg tákn séu leyfð hér á landi. Fréttir Innlent Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Tvær tólf ára stúlkur voru í síðustu viku reknar úr frönskum skóla fyrir að neita að taka ofan höfuðslæðu. Ingvill Plesner er sérfræðingur í trúfrelsismálum og mannréttindum og er stödd hér á landi við rannsóknarstörf á vegum Háskólans á Akureyri. Hún hefur sérstaklega skoðað nýleg lög í Frakklandi sem banna nemendum að ganga með áberandi trúartákn. Hún segir að ef takmarka eigi þennan rétt verði afar góð ástæða að búa að baki í lýðræðislegu þjóðfélagi, til dæmis með hliðsjón af almannareglum. Í þessu tilviki eigi slíkt stundum við. Þó sé bannið ekki í samræmi við markmið og kröfur um trúfrelsi. Ingvill bendir á að ef tilgangur laganna sé að aðlaga múslima að frönsku samfélagi þá virki þau í raun þveröfugt. Með því að reka börn úr skóla sé verið að dæma þau til félagslegrar einangrunar og af því spretti fleiri vandamál en af klæðaburðinum einum saman. Ingvill segir að ýmsar ástæður geti legið að baki slæðunotkun múslimakvenna; það sé einföldun og ranghugmynd að slæðan sé alltaf tákn um öfgakennda trú og kvennakúgun og hún ráðleggur íslenskum stjórnvöldum að sýna umburðarlyndi í þessum málum. Hún segir að þegar komi að reglum þurfi jafnræði að ríkja. Reglur verði að gilda um alla. Íslendingar verði að velta því fyrir sér hvort þeir vilji leggja áherslu eða fjölbreytni eða einsleitni. Hvort opinberar stofnanir eins og skólar séu nokkurn vegin lausir við trúarleg tákn. Hún segist sjálf á þeirri skoðun að best sé að börn læri að kynnast sem mestri fjölbreytni og trúarleg tákn séu leyfð hér á landi.
Fréttir Innlent Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira