Ríki og sveit ræðast loks við 21. september 2004 00:01 Mikillar gremju gætir nú meðal sveitarstjórnarfólks vegna bágrar fjárhagsstöðu sveitarfélaganna. Pattstaða var komin upp í samskiptum þeirra og ríkisins þar sem nefnd á vegum félagsmálaráðuneytisins sem átti að skoða tekjustofna sveitarfélaganna, og sveitarstjónarmenn bundu vonir sínar við, hafði ekki komið saman síðan í vor. Það var vegna ágreinings innan nefndarinnar. Kristján Þór Júlíusson, fulltrúi sveitarfélaganna í nefndinni vildi að hún endurskoðaði tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga en fulltrúar ríkisins í nefndinni vildu aðeins skoða verkefnatilfærslu frá ríki til sveitarfélaga, skipulag jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og áhrif sameiningar sveitarfélaga. Samkomulag fjármálaráðherra, félagsmálaráðherra og Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem undirritað var í síðustu viku, hleypti hins vegar nýju lífi í þessi samskipti. Í samkomulaginu er gert er ráð fyrir að víkka umboðið nefndarinnar svo að fulltrúar ríkisins geti komið til móts við óskir sveitarstjórnarmanna. Hermann Sæmundsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri og formaður nefndarinnar segir að hún komi saman við fyrsta tækifæri. Hún eigi nú að fjalla um horfur í fjármálum sveitarfélaga með sérstakri áherslu á þau sveitarfélög sem standa höllum fæti. Þá verði einnig skoðað hvort rýmka beri núverandi tekjustofn sveitarfélaganna og hvort koma eigi á nýjum tekjustofnum. Fjármálaráðstefna sveitarfélaganna fer fram í nóvember og heimildarmenn blaðsins telja að þar kunni sveitarstjórnarfólk að fá útrás fyrir gremju sína. Á ráðstefnunni í fyrra hafi menn verið einhuga um að hagur sveitarfélaganna væri óviðunandi. Síðan þá hafi lítið breyst til batnaðar. Það kunni því að fara svo að sveitarstjórnarfólk verði við áeggjan Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs, sem hvatti það fyrir skömmu til að gera uppreisn ef ríkið héldi áfram að daufheyrast við kröfum um lagfæringu á tekjustöðu sveitarfélaganna. Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Mikillar gremju gætir nú meðal sveitarstjórnarfólks vegna bágrar fjárhagsstöðu sveitarfélaganna. Pattstaða var komin upp í samskiptum þeirra og ríkisins þar sem nefnd á vegum félagsmálaráðuneytisins sem átti að skoða tekjustofna sveitarfélaganna, og sveitarstjónarmenn bundu vonir sínar við, hafði ekki komið saman síðan í vor. Það var vegna ágreinings innan nefndarinnar. Kristján Þór Júlíusson, fulltrúi sveitarfélaganna í nefndinni vildi að hún endurskoðaði tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga en fulltrúar ríkisins í nefndinni vildu aðeins skoða verkefnatilfærslu frá ríki til sveitarfélaga, skipulag jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og áhrif sameiningar sveitarfélaga. Samkomulag fjármálaráðherra, félagsmálaráðherra og Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem undirritað var í síðustu viku, hleypti hins vegar nýju lífi í þessi samskipti. Í samkomulaginu er gert er ráð fyrir að víkka umboðið nefndarinnar svo að fulltrúar ríkisins geti komið til móts við óskir sveitarstjórnarmanna. Hermann Sæmundsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri og formaður nefndarinnar segir að hún komi saman við fyrsta tækifæri. Hún eigi nú að fjalla um horfur í fjármálum sveitarfélaga með sérstakri áherslu á þau sveitarfélög sem standa höllum fæti. Þá verði einnig skoðað hvort rýmka beri núverandi tekjustofn sveitarfélaganna og hvort koma eigi á nýjum tekjustofnum. Fjármálaráðstefna sveitarfélaganna fer fram í nóvember og heimildarmenn blaðsins telja að þar kunni sveitarstjórnarfólk að fá útrás fyrir gremju sína. Á ráðstefnunni í fyrra hafi menn verið einhuga um að hagur sveitarfélaganna væri óviðunandi. Síðan þá hafi lítið breyst til batnaðar. Það kunni því að fara svo að sveitarstjórnarfólk verði við áeggjan Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs, sem hvatti það fyrir skömmu til að gera uppreisn ef ríkið héldi áfram að daufheyrast við kröfum um lagfæringu á tekjustöðu sveitarfélaganna.
Fréttir Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira