Fimmtungur skilar auðu á laugardag 22. júní 2004 00:01 Útlit er fyrir að fimmtungur kjósenda skili auðu í forsetakosningunum á laugardaginn kemur, að því er fram kemur í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var í gær. Þegar allt er talið ætlar fjórðungur landsmanna annað hvort að sitja heima eða skila auðu. Ólafur Ragnar Grímsson mælist nú með um tveimur prósentum minna fylgi en í könnun blaðsins sem gerð var 5. júní. Þá var Ólafur Ragnar með 63,8 prósenta fylgi, en mælist með 61,7 prósent fylgi nú. Baldur Ágústsson bætir lítillega við sig, með 5,3 prósenta fylgi, var með slétt 5 prósent áður. Ástþór Magnússon er svo með eitt prósent fylgi og hefur bætt sig tæpu hálfu prósenti. 17,7 prósent aðspurðra ætla að skila auðu og 5 prósent ætla ekki að kjósa. Óákveðnir eru svo 5 prósent og 4 prósent gefa ekki upp afstöðu sína og tæpt hálft prósent vill einhvern annan en er í boði. Ef þessar tölur eru yfirfærðar á væntanlegar kosningar og þeir teknir út sem ætla ekki að kjósa, eru óákveðnir, eða vilja aðra frambjóðendur, þá fengi Ólafur Ragnar 71,9 prósent atkvæða, Baldur 6,16 prósent og Ástþór 1,17 prósent, meðan auðir seðlar yrðu 20,6 prósent. Nokkur munur er á fylgi frambjóðenda eftir því hvort kjósendur búa á landsbyggðinni eða í þéttbýli. Ólafur Ragnar er t.d. með 73,2 prósenta fylgi úti á landi, en 64,3 prósenta fylgi í þéttbýli, ef horft er til þeirra sem afstöðu taka. Þá er Ástþór Magnússon með áberandi minna fylgi úti á landi en í þéttbýlinu, eða 0,4 prósent á móti 1,6 prósentum. Baldur er svo með 6,5 prósenta fylgi í þéttbýlinu, en 4,7 prósent úti á landi. Konur eru svo áberandi minna hrifnar af Baldri og Ástþóri en karlarnir. Baldur hefur 3,5 prósent fylgi kvenna og Ástþór 0,9 prósent, meðan 7,5 prósent karla myndu kjósa Baldur og 1,4 prósent Ástþór. Ólafur Ragnar er svo með heldur meira fylgi kvenþjóðarinnar, eða 69,2 prósent á móti 66,4 prósenta fylgi karla við hann. Ef bara er horft á fylgi frambjóðendanna, þá ber Ólafur Ragnar höfuð herðar yfir hina með 90,8 prósent. Baldur mælist er þá með 7,7 prósent fylgi og Ástþór með 1,5 prósent. Úrtakið í skoðanakönnun blaðsins var 800 manns og skiptist það jafnt á milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hvern myndir þú kjósa sem forseta Íslands ef gengið yrði til kosninga nú? Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Skotvopnin reyndust eftirlíkingar Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Sjá meira
Útlit er fyrir að fimmtungur kjósenda skili auðu í forsetakosningunum á laugardaginn kemur, að því er fram kemur í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var í gær. Þegar allt er talið ætlar fjórðungur landsmanna annað hvort að sitja heima eða skila auðu. Ólafur Ragnar Grímsson mælist nú með um tveimur prósentum minna fylgi en í könnun blaðsins sem gerð var 5. júní. Þá var Ólafur Ragnar með 63,8 prósenta fylgi, en mælist með 61,7 prósent fylgi nú. Baldur Ágústsson bætir lítillega við sig, með 5,3 prósenta fylgi, var með slétt 5 prósent áður. Ástþór Magnússon er svo með eitt prósent fylgi og hefur bætt sig tæpu hálfu prósenti. 17,7 prósent aðspurðra ætla að skila auðu og 5 prósent ætla ekki að kjósa. Óákveðnir eru svo 5 prósent og 4 prósent gefa ekki upp afstöðu sína og tæpt hálft prósent vill einhvern annan en er í boði. Ef þessar tölur eru yfirfærðar á væntanlegar kosningar og þeir teknir út sem ætla ekki að kjósa, eru óákveðnir, eða vilja aðra frambjóðendur, þá fengi Ólafur Ragnar 71,9 prósent atkvæða, Baldur 6,16 prósent og Ástþór 1,17 prósent, meðan auðir seðlar yrðu 20,6 prósent. Nokkur munur er á fylgi frambjóðenda eftir því hvort kjósendur búa á landsbyggðinni eða í þéttbýli. Ólafur Ragnar er t.d. með 73,2 prósenta fylgi úti á landi, en 64,3 prósenta fylgi í þéttbýli, ef horft er til þeirra sem afstöðu taka. Þá er Ástþór Magnússon með áberandi minna fylgi úti á landi en í þéttbýlinu, eða 0,4 prósent á móti 1,6 prósentum. Baldur er svo með 6,5 prósenta fylgi í þéttbýlinu, en 4,7 prósent úti á landi. Konur eru svo áberandi minna hrifnar af Baldri og Ástþóri en karlarnir. Baldur hefur 3,5 prósent fylgi kvenna og Ástþór 0,9 prósent, meðan 7,5 prósent karla myndu kjósa Baldur og 1,4 prósent Ástþór. Ólafur Ragnar er svo með heldur meira fylgi kvenþjóðarinnar, eða 69,2 prósent á móti 66,4 prósenta fylgi karla við hann. Ef bara er horft á fylgi frambjóðendanna, þá ber Ólafur Ragnar höfuð herðar yfir hina með 90,8 prósent. Baldur mælist er þá með 7,7 prósent fylgi og Ástþór með 1,5 prósent. Úrtakið í skoðanakönnun blaðsins var 800 manns og skiptist það jafnt á milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hvern myndir þú kjósa sem forseta Íslands ef gengið yrði til kosninga nú?
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Skotvopnin reyndust eftirlíkingar Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Sjá meira