Fimmtungur skilar auðu á laugardag 22. júní 2004 00:01 Útlit er fyrir að fimmtungur kjósenda skili auðu í forsetakosningunum á laugardaginn kemur, að því er fram kemur í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var í gær. Þegar allt er talið ætlar fjórðungur landsmanna annað hvort að sitja heima eða skila auðu. Ólafur Ragnar Grímsson mælist nú með um tveimur prósentum minna fylgi en í könnun blaðsins sem gerð var 5. júní. Þá var Ólafur Ragnar með 63,8 prósenta fylgi, en mælist með 61,7 prósent fylgi nú. Baldur Ágústsson bætir lítillega við sig, með 5,3 prósenta fylgi, var með slétt 5 prósent áður. Ástþór Magnússon er svo með eitt prósent fylgi og hefur bætt sig tæpu hálfu prósenti. 17,7 prósent aðspurðra ætla að skila auðu og 5 prósent ætla ekki að kjósa. Óákveðnir eru svo 5 prósent og 4 prósent gefa ekki upp afstöðu sína og tæpt hálft prósent vill einhvern annan en er í boði. Ef þessar tölur eru yfirfærðar á væntanlegar kosningar og þeir teknir út sem ætla ekki að kjósa, eru óákveðnir, eða vilja aðra frambjóðendur, þá fengi Ólafur Ragnar 71,9 prósent atkvæða, Baldur 6,16 prósent og Ástþór 1,17 prósent, meðan auðir seðlar yrðu 20,6 prósent. Nokkur munur er á fylgi frambjóðenda eftir því hvort kjósendur búa á landsbyggðinni eða í þéttbýli. Ólafur Ragnar er t.d. með 73,2 prósenta fylgi úti á landi, en 64,3 prósenta fylgi í þéttbýli, ef horft er til þeirra sem afstöðu taka. Þá er Ástþór Magnússon með áberandi minna fylgi úti á landi en í þéttbýlinu, eða 0,4 prósent á móti 1,6 prósentum. Baldur er svo með 6,5 prósenta fylgi í þéttbýlinu, en 4,7 prósent úti á landi. Konur eru svo áberandi minna hrifnar af Baldri og Ástþóri en karlarnir. Baldur hefur 3,5 prósent fylgi kvenna og Ástþór 0,9 prósent, meðan 7,5 prósent karla myndu kjósa Baldur og 1,4 prósent Ástþór. Ólafur Ragnar er svo með heldur meira fylgi kvenþjóðarinnar, eða 69,2 prósent á móti 66,4 prósenta fylgi karla við hann. Ef bara er horft á fylgi frambjóðendanna, þá ber Ólafur Ragnar höfuð herðar yfir hina með 90,8 prósent. Baldur mælist er þá með 7,7 prósent fylgi og Ástþór með 1,5 prósent. Úrtakið í skoðanakönnun blaðsins var 800 manns og skiptist það jafnt á milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hvern myndir þú kjósa sem forseta Íslands ef gengið yrði til kosninga nú? Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Sjá meira
Útlit er fyrir að fimmtungur kjósenda skili auðu í forsetakosningunum á laugardaginn kemur, að því er fram kemur í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var í gær. Þegar allt er talið ætlar fjórðungur landsmanna annað hvort að sitja heima eða skila auðu. Ólafur Ragnar Grímsson mælist nú með um tveimur prósentum minna fylgi en í könnun blaðsins sem gerð var 5. júní. Þá var Ólafur Ragnar með 63,8 prósenta fylgi, en mælist með 61,7 prósent fylgi nú. Baldur Ágústsson bætir lítillega við sig, með 5,3 prósenta fylgi, var með slétt 5 prósent áður. Ástþór Magnússon er svo með eitt prósent fylgi og hefur bætt sig tæpu hálfu prósenti. 17,7 prósent aðspurðra ætla að skila auðu og 5 prósent ætla ekki að kjósa. Óákveðnir eru svo 5 prósent og 4 prósent gefa ekki upp afstöðu sína og tæpt hálft prósent vill einhvern annan en er í boði. Ef þessar tölur eru yfirfærðar á væntanlegar kosningar og þeir teknir út sem ætla ekki að kjósa, eru óákveðnir, eða vilja aðra frambjóðendur, þá fengi Ólafur Ragnar 71,9 prósent atkvæða, Baldur 6,16 prósent og Ástþór 1,17 prósent, meðan auðir seðlar yrðu 20,6 prósent. Nokkur munur er á fylgi frambjóðenda eftir því hvort kjósendur búa á landsbyggðinni eða í þéttbýli. Ólafur Ragnar er t.d. með 73,2 prósenta fylgi úti á landi, en 64,3 prósenta fylgi í þéttbýli, ef horft er til þeirra sem afstöðu taka. Þá er Ástþór Magnússon með áberandi minna fylgi úti á landi en í þéttbýlinu, eða 0,4 prósent á móti 1,6 prósentum. Baldur er svo með 6,5 prósenta fylgi í þéttbýlinu, en 4,7 prósent úti á landi. Konur eru svo áberandi minna hrifnar af Baldri og Ástþóri en karlarnir. Baldur hefur 3,5 prósent fylgi kvenna og Ástþór 0,9 prósent, meðan 7,5 prósent karla myndu kjósa Baldur og 1,4 prósent Ástþór. Ólafur Ragnar er svo með heldur meira fylgi kvenþjóðarinnar, eða 69,2 prósent á móti 66,4 prósenta fylgi karla við hann. Ef bara er horft á fylgi frambjóðendanna, þá ber Ólafur Ragnar höfuð herðar yfir hina með 90,8 prósent. Baldur mælist er þá með 7,7 prósent fylgi og Ástþór með 1,5 prósent. Úrtakið í skoðanakönnun blaðsins var 800 manns og skiptist það jafnt á milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hvern myndir þú kjósa sem forseta Íslands ef gengið yrði til kosninga nú?
Forsetakjör Fréttir Innlent Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Sjá meira