Óvíst að matarverð myndi lækka 22. júní 2004 00:01 "Þegar reiknaður er út svokallaður markaðsstuðningur OECD má ekki draga þá ályktun að þessi sparnaður skilaði sér í matarinnkaupum fólks á Íslandi ef landið yrði opnað upp á gátt fyrir erlendum innflutningi og styrkjum til bænda hætt," segir Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna. Samkvæmt nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, nam stuðningur við landbúnað fimmtán milljörðum á síðasta ári, eða sem nemur rúmum 200 þúsund krónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Af þessu segir stofnunin að sjö milljarðar séu til komnir vegna innflutningstakmarkana sem leiða til hærra matvælaverðs hérlendis. Sigurgeir varar við því að of mikið sé lesið í þessar tölur um hærra matvælaverð þar sem fyrst og fremst sé um samanburðarfræði milli landa að ræða en ekki raunveruleg dæmi. "Til grundvallar á hverjum tíma er lagt lægsta heimsmarkaðsverð sem hægt er að finna. Síðan er áætlaður lágmarks flutningskostnaður," segir Sigurgeir og bætir við að í langflestum tilfellum séu vörurnar á lægsta heimsmarkaðsverði ekki í hæsta gæðaflokki, þó á því kunni að vera undantekningar. Að auki séu þær vörur sem fluttar eru hingað inn ekki keyptar á þessum verðum og munurinn því minni en samkvæmt mælingum OECD. "Mér finnst lógískast að við horfum til Danmerkur. Þar liggur fyrir nokkuð ítarlegur samanburður," segir Sigurgeir. Verðmunur á matvælaverði milli landanna sé 20 til 30 prósent þegar tekið er tillit til skattlagningar. Þegar tekið sé tillit til flutningskostnaðar, sem metinn sé á sjö til 25 prósent af innkaupaverðinu, dýrastur fyrir kælivörur, minnki sá munur enn frekar. "Er þá víst, þegar upp væri staðið og við búin að þurrka út landbúnaðinn hér, að það yrði nokkuð ódýrara en í dag að borða hér á landi?" spyr Sigurgeir, sérstaklega þegar haft er í huga að ein keðja ræður 60 prósentum af markaðinum og eftir að koma í ljós hvort lægra innkaupaverð hennar skili sér í lægra matvælaverði til neytenda. Fréttir Innlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
"Þegar reiknaður er út svokallaður markaðsstuðningur OECD má ekki draga þá ályktun að þessi sparnaður skilaði sér í matarinnkaupum fólks á Íslandi ef landið yrði opnað upp á gátt fyrir erlendum innflutningi og styrkjum til bænda hætt," segir Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna. Samkvæmt nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, nam stuðningur við landbúnað fimmtán milljörðum á síðasta ári, eða sem nemur rúmum 200 þúsund krónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Af þessu segir stofnunin að sjö milljarðar séu til komnir vegna innflutningstakmarkana sem leiða til hærra matvælaverðs hérlendis. Sigurgeir varar við því að of mikið sé lesið í þessar tölur um hærra matvælaverð þar sem fyrst og fremst sé um samanburðarfræði milli landa að ræða en ekki raunveruleg dæmi. "Til grundvallar á hverjum tíma er lagt lægsta heimsmarkaðsverð sem hægt er að finna. Síðan er áætlaður lágmarks flutningskostnaður," segir Sigurgeir og bætir við að í langflestum tilfellum séu vörurnar á lægsta heimsmarkaðsverði ekki í hæsta gæðaflokki, þó á því kunni að vera undantekningar. Að auki séu þær vörur sem fluttar eru hingað inn ekki keyptar á þessum verðum og munurinn því minni en samkvæmt mælingum OECD. "Mér finnst lógískast að við horfum til Danmerkur. Þar liggur fyrir nokkuð ítarlegur samanburður," segir Sigurgeir. Verðmunur á matvælaverði milli landanna sé 20 til 30 prósent þegar tekið er tillit til skattlagningar. Þegar tekið sé tillit til flutningskostnaðar, sem metinn sé á sjö til 25 prósent af innkaupaverðinu, dýrastur fyrir kælivörur, minnki sá munur enn frekar. "Er þá víst, þegar upp væri staðið og við búin að þurrka út landbúnaðinn hér, að það yrði nokkuð ódýrara en í dag að borða hér á landi?" spyr Sigurgeir, sérstaklega þegar haft er í huga að ein keðja ræður 60 prósentum af markaðinum og eftir að koma í ljós hvort lægra innkaupaverð hennar skili sér í lægra matvælaverði til neytenda.
Fréttir Innlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira