Óvíst að matarverð myndi lækka 22. júní 2004 00:01 "Þegar reiknaður er út svokallaður markaðsstuðningur OECD má ekki draga þá ályktun að þessi sparnaður skilaði sér í matarinnkaupum fólks á Íslandi ef landið yrði opnað upp á gátt fyrir erlendum innflutningi og styrkjum til bænda hætt," segir Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna. Samkvæmt nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, nam stuðningur við landbúnað fimmtán milljörðum á síðasta ári, eða sem nemur rúmum 200 þúsund krónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Af þessu segir stofnunin að sjö milljarðar séu til komnir vegna innflutningstakmarkana sem leiða til hærra matvælaverðs hérlendis. Sigurgeir varar við því að of mikið sé lesið í þessar tölur um hærra matvælaverð þar sem fyrst og fremst sé um samanburðarfræði milli landa að ræða en ekki raunveruleg dæmi. "Til grundvallar á hverjum tíma er lagt lægsta heimsmarkaðsverð sem hægt er að finna. Síðan er áætlaður lágmarks flutningskostnaður," segir Sigurgeir og bætir við að í langflestum tilfellum séu vörurnar á lægsta heimsmarkaðsverði ekki í hæsta gæðaflokki, þó á því kunni að vera undantekningar. Að auki séu þær vörur sem fluttar eru hingað inn ekki keyptar á þessum verðum og munurinn því minni en samkvæmt mælingum OECD. "Mér finnst lógískast að við horfum til Danmerkur. Þar liggur fyrir nokkuð ítarlegur samanburður," segir Sigurgeir. Verðmunur á matvælaverði milli landanna sé 20 til 30 prósent þegar tekið er tillit til skattlagningar. Þegar tekið sé tillit til flutningskostnaðar, sem metinn sé á sjö til 25 prósent af innkaupaverðinu, dýrastur fyrir kælivörur, minnki sá munur enn frekar. "Er þá víst, þegar upp væri staðið og við búin að þurrka út landbúnaðinn hér, að það yrði nokkuð ódýrara en í dag að borða hér á landi?" spyr Sigurgeir, sérstaklega þegar haft er í huga að ein keðja ræður 60 prósentum af markaðinum og eftir að koma í ljós hvort lægra innkaupaverð hennar skili sér í lægra matvælaverði til neytenda. Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
"Þegar reiknaður er út svokallaður markaðsstuðningur OECD má ekki draga þá ályktun að þessi sparnaður skilaði sér í matarinnkaupum fólks á Íslandi ef landið yrði opnað upp á gátt fyrir erlendum innflutningi og styrkjum til bænda hætt," segir Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna. Samkvæmt nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, nam stuðningur við landbúnað fimmtán milljörðum á síðasta ári, eða sem nemur rúmum 200 þúsund krónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Af þessu segir stofnunin að sjö milljarðar séu til komnir vegna innflutningstakmarkana sem leiða til hærra matvælaverðs hérlendis. Sigurgeir varar við því að of mikið sé lesið í þessar tölur um hærra matvælaverð þar sem fyrst og fremst sé um samanburðarfræði milli landa að ræða en ekki raunveruleg dæmi. "Til grundvallar á hverjum tíma er lagt lægsta heimsmarkaðsverð sem hægt er að finna. Síðan er áætlaður lágmarks flutningskostnaður," segir Sigurgeir og bætir við að í langflestum tilfellum séu vörurnar á lægsta heimsmarkaðsverði ekki í hæsta gæðaflokki, þó á því kunni að vera undantekningar. Að auki séu þær vörur sem fluttar eru hingað inn ekki keyptar á þessum verðum og munurinn því minni en samkvæmt mælingum OECD. "Mér finnst lógískast að við horfum til Danmerkur. Þar liggur fyrir nokkuð ítarlegur samanburður," segir Sigurgeir. Verðmunur á matvælaverði milli landanna sé 20 til 30 prósent þegar tekið er tillit til skattlagningar. Þegar tekið sé tillit til flutningskostnaðar, sem metinn sé á sjö til 25 prósent af innkaupaverðinu, dýrastur fyrir kælivörur, minnki sá munur enn frekar. "Er þá víst, þegar upp væri staðið og við búin að þurrka út landbúnaðinn hér, að það yrði nokkuð ódýrara en í dag að borða hér á landi?" spyr Sigurgeir, sérstaklega þegar haft er í huga að ein keðja ræður 60 prósentum af markaðinum og eftir að koma í ljós hvort lægra innkaupaverð hennar skili sér í lægra matvælaverði til neytenda.
Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira