Ný og víðtækari Idol-stjörnuleit 24. júní 2004 08:00 Óhætt er að segja að Idol-Stjörnuleit hafi slegið í gegn síðasta vetur þegar þjóðin fylgdist spennt með fæðingu fyrstu Idol-stjörnunnar. Um 1400 manns skráðu sig til leiks í upphafi, sem er algjör metþátttaka í áheyrnarprófum fyrir Idol miðað við hina margfrægu höfðatölu. Þann 29. ágúst nk. verður fyrsta áheyrnarpróf ársins í Idol-Stjörnuleit á Stöð 2. Þar með nýr kafli í þessari vinsælustu þáttaröð Stöðvar 2 frá upphafi. Að þessu sinni verður stjarnanna leitað víðar en áður en fyrsta áheyrnarprófið fer fram í Reykjavík og síðan um landið allt, fyrst í Vestmannaeyjum, þá á Ísafirði, Akureyri og loks á Egilsstöðum. Fyrsti þátturinn af Idol-Stjörnuleit 2 verður svo sýndur 1. október á Stöð 2 og bíða eflaust margir í ofvæni þangað til. Þátturinn verður að nokkru leyti með breyttu sniði og verða spennandi nýjungar kynntar þegar nær dregur. Aldrei hefur verið lagður eins mikill metnaður í íslenskt dagskrárefni á Stöð 2 og nú í vetur. Hinn 11. mars 2005 rennur svo stóra stundin upp þegar ný Idol-stjarna, valin af þjóðinni, verður krýnd á sviðinu í Vetrargarðinum í Smáralind. Bakhjarlar Idol-Stjörnuleitar á Íslandi eru Maarud og Coke. Dómnefndin er söm við sig og hefur fundað stíft undanfarnar vikur, en þau Bubbi Morthens, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Sigríður Beinteinsdóttir segjast vera í toppformi og til í slaginn. Hið sama má segja um hina sívinsælu kynna og sprellara Simma og Jóa sem taka forskot á sæluna í nýjum þætti á Stöð 2 í sumar, Auglýsingahlé Simma og Jóa, þar sem leitað er að fyndnustu auglýsingum í heimi. Skráning í áheyrnarpróf Idol-Stjörnuleitar hefst 1. júlí á heimasíðu Stöðvar 2, stod2.is, og nú er bara að bíða og sjá hverjir þora í dómnefndina og láta ljós sitt skína víða um land. Leitin fer fram á eftirtöldum stöðum: Staðsetning: Bær/borg: Dagsetningar: Hótel Loftleiðir Reykjavík 28. ágúst Höllin Vestmannaeyjum 3. september Hótel Ísafjörður Ísafjörður 14. september Hótel KEA Akureyri 17. september Hótel Hérað Egilsstaðir 19. september Idol Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Óhætt er að segja að Idol-Stjörnuleit hafi slegið í gegn síðasta vetur þegar þjóðin fylgdist spennt með fæðingu fyrstu Idol-stjörnunnar. Um 1400 manns skráðu sig til leiks í upphafi, sem er algjör metþátttaka í áheyrnarprófum fyrir Idol miðað við hina margfrægu höfðatölu. Þann 29. ágúst nk. verður fyrsta áheyrnarpróf ársins í Idol-Stjörnuleit á Stöð 2. Þar með nýr kafli í þessari vinsælustu þáttaröð Stöðvar 2 frá upphafi. Að þessu sinni verður stjarnanna leitað víðar en áður en fyrsta áheyrnarprófið fer fram í Reykjavík og síðan um landið allt, fyrst í Vestmannaeyjum, þá á Ísafirði, Akureyri og loks á Egilsstöðum. Fyrsti þátturinn af Idol-Stjörnuleit 2 verður svo sýndur 1. október á Stöð 2 og bíða eflaust margir í ofvæni þangað til. Þátturinn verður að nokkru leyti með breyttu sniði og verða spennandi nýjungar kynntar þegar nær dregur. Aldrei hefur verið lagður eins mikill metnaður í íslenskt dagskrárefni á Stöð 2 og nú í vetur. Hinn 11. mars 2005 rennur svo stóra stundin upp þegar ný Idol-stjarna, valin af þjóðinni, verður krýnd á sviðinu í Vetrargarðinum í Smáralind. Bakhjarlar Idol-Stjörnuleitar á Íslandi eru Maarud og Coke. Dómnefndin er söm við sig og hefur fundað stíft undanfarnar vikur, en þau Bubbi Morthens, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Sigríður Beinteinsdóttir segjast vera í toppformi og til í slaginn. Hið sama má segja um hina sívinsælu kynna og sprellara Simma og Jóa sem taka forskot á sæluna í nýjum þætti á Stöð 2 í sumar, Auglýsingahlé Simma og Jóa, þar sem leitað er að fyndnustu auglýsingum í heimi. Skráning í áheyrnarpróf Idol-Stjörnuleitar hefst 1. júlí á heimasíðu Stöðvar 2, stod2.is, og nú er bara að bíða og sjá hverjir þora í dómnefndina og láta ljós sitt skína víða um land. Leitin fer fram á eftirtöldum stöðum: Staðsetning: Bær/borg: Dagsetningar: Hótel Loftleiðir Reykjavík 28. ágúst Höllin Vestmannaeyjum 3. september Hótel Ísafjörður Ísafjörður 14. september Hótel KEA Akureyri 17. september Hótel Hérað Egilsstaðir 19. september
Idol Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira