Aftaka á íslenskri vefsíðu 24. júní 2004 00:01 Myndband sem sýnir uppreisnarmenn í Írak taka gísl af lífi með hrottafengnum hætti var að finna á einni vinsælustu vefsíðu íslenskra unglinga í dag. Umboðsmaður barna gerði athugasemd til lögreglu sem fór fram á að myndbandið yrði fjarlægt. Vefsíðan Tilveran.is höfðar aðallega til unglinga og er hún fjölsótt af ungu fólki allt niður fyrir 10 ára aldurinn. Í gærkvöld var sett inn á síðuna myndband sem sýnir í smáatriðum hvernig suðurkóreski gíslinn Kim Song Il er hálshöggvinn á hrottafenginn hátt en hann hafði verið í haldi hjá íslömskum uppreisnarhópi í Írak. Myndbandið sýnir aftökuna frá upphafi til enda, eða frá því að Kim Song Il biðst vægðar og þar til einn uppreisnarmannanna tekur upp sveðju og sker af honum höfuðið. Enda þótt Netið sé í eðli sínu alþjóðlegt og mögulegt að ná í alls kyns efni frá síðum um allan heim vakti það athygli að víðast annars staðar virðist a.m.k. varað við svona efni en það var ekki gert á Tilverunni. Reyndar var eina viðvörunarorðið, ef svo má segja, hið enska orð „sick“ en líklega hefur það frekar aukið áhuga ungmenna á að sjá myndbandið. Umboðsmaður barna, Þórhildur Líndal, sá þessa síðu í dag og varð mjög brugðið. „Ég hafði sambandi við Lögregluna í Reykjavík í morgun og bað þá um að koma í veg fyrir að þetta myndband yrði áfram inni á heimasíðunni,“ segir Þórhildur og bætir við að það sé fyrir neðan allar hellur að hafa svona myndir inni á íslenskri vefsíðu og það yrði að spyrna við fótum svo svona endurtaki sig ekki. Lögreglan í Reykjavík hafði samband við rétthafa síðunnar í dag og nú rétt fyrir fréttir var búið að fjarlægja þetta óhugnanlega myndband. Fréttir Innlent Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Myndband sem sýnir uppreisnarmenn í Írak taka gísl af lífi með hrottafengnum hætti var að finna á einni vinsælustu vefsíðu íslenskra unglinga í dag. Umboðsmaður barna gerði athugasemd til lögreglu sem fór fram á að myndbandið yrði fjarlægt. Vefsíðan Tilveran.is höfðar aðallega til unglinga og er hún fjölsótt af ungu fólki allt niður fyrir 10 ára aldurinn. Í gærkvöld var sett inn á síðuna myndband sem sýnir í smáatriðum hvernig suðurkóreski gíslinn Kim Song Il er hálshöggvinn á hrottafenginn hátt en hann hafði verið í haldi hjá íslömskum uppreisnarhópi í Írak. Myndbandið sýnir aftökuna frá upphafi til enda, eða frá því að Kim Song Il biðst vægðar og þar til einn uppreisnarmannanna tekur upp sveðju og sker af honum höfuðið. Enda þótt Netið sé í eðli sínu alþjóðlegt og mögulegt að ná í alls kyns efni frá síðum um allan heim vakti það athygli að víðast annars staðar virðist a.m.k. varað við svona efni en það var ekki gert á Tilverunni. Reyndar var eina viðvörunarorðið, ef svo má segja, hið enska orð „sick“ en líklega hefur það frekar aukið áhuga ungmenna á að sjá myndbandið. Umboðsmaður barna, Þórhildur Líndal, sá þessa síðu í dag og varð mjög brugðið. „Ég hafði sambandi við Lögregluna í Reykjavík í morgun og bað þá um að koma í veg fyrir að þetta myndband yrði áfram inni á heimasíðunni,“ segir Þórhildur og bætir við að það sé fyrir neðan allar hellur að hafa svona myndir inni á íslenskri vefsíðu og það yrði að spyrna við fótum svo svona endurtaki sig ekki. Lögreglan í Reykjavík hafði samband við rétthafa síðunnar í dag og nú rétt fyrir fréttir var búið að fjarlægja þetta óhugnanlega myndband.
Fréttir Innlent Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira