Draumahelgin 24. júní 2004 00:01 Hilmar Hansson, formaður Landssambands stangveiðifélaga, myndi að sjálfsögðu vilja eyða draumahelginni standandi í vatni upp að mitti. "Á föstudagsmorgni myndi ég bruna norður í land og áður en ég vissi af væri ég staddur í Laxá í Aðaldal sem er ein fallegasta á landsins og náttúrufegurðin alveg sérstök. Æðarfossar, Hólmavatnsstíflan og Brúarflúð eru allt saman miklir uppáhaldsstaðir hjá mér. Á þessum tíma er fuglalífið alveg stórkostlegt, allir fuglar sem ég get látið mér detta í hug og mikið líf. Í fyrra var ég í Aðaldalnum að veiða og konan mín hringdi, og þegar smáþögn kom í símtalið hélt hún að ég væri farinn að liggja á eggjum, slíkur var söngurinn. Á laugardagsmorguninn myndi ég svo vera kominn í Norðurá og byrja að veiða á Eyrinni þar kl. 7 árdegis. Ég myndi svo taka Eyrina, Myrkhyl, Laugakvörn og áfram eftir ánni og enda niðri í Stekk. Ég myndi borða í Veiðihúsinu á Rjúpnaási hjá Guðmundi Viðarssyni kokki þar. Ég myndi borða víkingasteikina hans Guðmundar og eplaköku í eftirrétt. Ég fékk þetta um daginn hjá honum og væri alveg til í að borða það aftur." Hvað myndirðu veiða? "Í Aðaldalnum myndi ég vilja veiða stóra fallega laxa, draumurinn væri að fá stórlax þar. Ef ég fengi stóra hrygnu myndi ég sleppa henni og leggja inn fyrir góðri hrygningu í haust. Ég myndi hins vegar vilja lenda í ævintýri á Eyrinni í Norðurá," segir Hilmar leyndardómsfullur. Hann vill ekki láta of mikið uppi um ævintýrin sem gerast þar. "Eyrin býður upp á töfrastundir og það væri gaman að lenda á einni svoleiðis þegar laxarnir stökkva næstum því á mann. Laxinn úr Norðurá myndi ég grilla með fjölskyldunni. Á sunnudaginn færi ég svo á Þingvöll og veiddi feitar og fallegar kuðungableikjur sem eru gráðugar á þessum tíma. Nú eru þær komnar upp að landi til að háma í sig æti og veiðimaðurinn nýtir sér það." Og hvernig verður veðrið? "Um þessa helgi verður sól alls staðar þar sem ég er á landinu." Hvernig verður helgin svo hjá Hilmari í alvörunni? "Á laugardaginn fer ég að veiða í Iðunni þar sem Stóra-Laxá rennur í Hvítá í Árnessýslu og á sunnudaginn fer ég á Veiðidag fjölskyldunnar á Þingvöllum og nýti mér boð Landssambands stangveiðifélaga. Þá fá allir að veiða án endurgjalds í mörgum helstu veiðivötnum landsins og ég missi að sjálfsögðu ekki af því." Ferðalög Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Hilmar Hansson, formaður Landssambands stangveiðifélaga, myndi að sjálfsögðu vilja eyða draumahelginni standandi í vatni upp að mitti. "Á föstudagsmorgni myndi ég bruna norður í land og áður en ég vissi af væri ég staddur í Laxá í Aðaldal sem er ein fallegasta á landsins og náttúrufegurðin alveg sérstök. Æðarfossar, Hólmavatnsstíflan og Brúarflúð eru allt saman miklir uppáhaldsstaðir hjá mér. Á þessum tíma er fuglalífið alveg stórkostlegt, allir fuglar sem ég get látið mér detta í hug og mikið líf. Í fyrra var ég í Aðaldalnum að veiða og konan mín hringdi, og þegar smáþögn kom í símtalið hélt hún að ég væri farinn að liggja á eggjum, slíkur var söngurinn. Á laugardagsmorguninn myndi ég svo vera kominn í Norðurá og byrja að veiða á Eyrinni þar kl. 7 árdegis. Ég myndi svo taka Eyrina, Myrkhyl, Laugakvörn og áfram eftir ánni og enda niðri í Stekk. Ég myndi borða í Veiðihúsinu á Rjúpnaási hjá Guðmundi Viðarssyni kokki þar. Ég myndi borða víkingasteikina hans Guðmundar og eplaköku í eftirrétt. Ég fékk þetta um daginn hjá honum og væri alveg til í að borða það aftur." Hvað myndirðu veiða? "Í Aðaldalnum myndi ég vilja veiða stóra fallega laxa, draumurinn væri að fá stórlax þar. Ef ég fengi stóra hrygnu myndi ég sleppa henni og leggja inn fyrir góðri hrygningu í haust. Ég myndi hins vegar vilja lenda í ævintýri á Eyrinni í Norðurá," segir Hilmar leyndardómsfullur. Hann vill ekki láta of mikið uppi um ævintýrin sem gerast þar. "Eyrin býður upp á töfrastundir og það væri gaman að lenda á einni svoleiðis þegar laxarnir stökkva næstum því á mann. Laxinn úr Norðurá myndi ég grilla með fjölskyldunni. Á sunnudaginn færi ég svo á Þingvöll og veiddi feitar og fallegar kuðungableikjur sem eru gráðugar á þessum tíma. Nú eru þær komnar upp að landi til að háma í sig æti og veiðimaðurinn nýtir sér það." Og hvernig verður veðrið? "Um þessa helgi verður sól alls staðar þar sem ég er á landinu." Hvernig verður helgin svo hjá Hilmari í alvörunni? "Á laugardaginn fer ég að veiða í Iðunni þar sem Stóra-Laxá rennur í Hvítá í Árnessýslu og á sunnudaginn fer ég á Veiðidag fjölskyldunnar á Þingvöllum og nýti mér boð Landssambands stangveiðifélaga. Þá fá allir að veiða án endurgjalds í mörgum helstu veiðivötnum landsins og ég missi að sjálfsögðu ekki af því."
Ferðalög Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira