Sauðfjárbændur ósáttir 15. september 2004 00:01 Sauðfjárbændur eru mjög ósáttir við það verð sem sláturhús hafa ákveðið að greiða fyrir lambakjöt nú í haust. Þeir telja ýmis rök fyrir því að tekjulækkun sem þeir urðu fyrir í fyrra vegna harðrar samkeppni á kjötmarkaði eigi nú að ganga til baka. Þeir benda á að aðstæður hafi gjörbreyst á kjötmarkaðinum, sala á dilkakjöti hafi aukist um tæp tíu prósent á síðustu tólf mánuðum og verðið hafi hækkað um þrettán prósent. Þá telja þeir að hagræðing í rekstri sláturhúsa með fækkun þeirra undanfarið eiga að skila sér í hærra verði til bænda. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að bændur hafi samþykkt fækkun sláturhúsa á sínum tíma vegna þess að hún hafi átt að skila sér til bænda með hærri greiðslum fyrir kjötið. Reyndin er önnur að sögn Özurar. ,,Það hefur ekki króna skilað sér til bænda. Greiðslur til þeirra lækkuðu um tólf til fjórtán prósent vegna undirboða og verðhruns á kjötvörum. Eftir að útflutningsverð varð hærra en nokkru sinni og eftir söluaukningu á innanlandsmarkaði á þessu ári bjuggust menn við því að lækkunin til bænda gengi til baka. En þeir fengu ekkert og það er þungt hljóð í sauðfjárbændum yfir þessu." Özur segir að í vor hafi sauðfjárbændur óskað eftir því við sláturleyfishafa að fá að koma að ákvörðun um verð til bænda en ekkert hafi orðið úr því. ,,Við vorum boðaðir á einn fund í sumar þar sem menn náðu ekki saman. Þá var ákveðið að hittast aftur en síðan heyrðum við ekkert frá þeim. Við fengum bara sent fréttabréf með verðtöflum sláturhúsanna sem þau höfðu ákveðið einhliða." Özur segir sauðfjárbændur vera með fá vopn uppi í erminni í átökum við sláturhúsin. Nú sé sláturtíð í fullum gangi og menn verði að slátra. Bændur geti ekki farið í verkfall. Hann segir samning um svonefnt vaxta- og geymslugjald ófrágenginn vegna þessa máls. Bændasamtökin útdeila gjaldinu sem er í kringum 245 milljónir króna og kemur úr ríkissjóði. Undanfarin ár hafa samningar um hvernig gjaldinu skuli deilt verið lokið á þessum árstíma. ,,Það er algjört frost í samskiptum bænda og sláturhúsanna í þessum málum. Auk þess tökum við sameiginlegar ákvarðanir um útflutnings- og markaðsmál en viðræður um þau liggja niðri vegna óánægju sauðfjárbænda með verðlistana. Þar stendur hnífurinn í kúnni," segir Özur. Sigurður Jóhannesson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa, segir að verið sé að skoða lögfræðilega stöðu sláturhúsanna. ,,Við viljum vita hvort sauðfjárbændur geti ráðstafað þessum peningum án samráðs við okkur. Annars er nægur tími til að finna farsæla lausn á þessu máli enda verður ekki greitt eftir samningi um vaxta- og geymslugjald fyrr en í nóvember." Sigurður segir að verð á kjöti hafi lækkað um tuttugu prósent á föstu verðlagi frá byrjun árs 2002 þar til í apríl á þessu ári. Hins vegar hafi greiðslur til bænda ekki lækkað nema um átta prósent og sláturfélögin hafi nýtt hagræðinguna af fækkun sláturhúsa til að taka á sig þennan mismun. ,,Við getum ímyndað okkur hvernig ástandið væri ef greiðslur til bænda hefðu lækkað um tuttugu prósent." Sigurður segir að greiðslurnar hafi hækkað um fjögur til sex prósent í haust og að það sé fyrsta hækkunin í þrjú ár og greiðsla fyrir útflutning á lambakjöti, sem sé þriðjungur af framleiðslunni, muni hækka um allt að tíu til tólf prósent. Það sé þó mismunandi á milli sláturfélaga. Fréttir Innlent Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Ekkert til að festa hendi á varðandi stunguárás í miðbænum Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira
Sauðfjárbændur eru mjög ósáttir við það verð sem sláturhús hafa ákveðið að greiða fyrir lambakjöt nú í haust. Þeir telja ýmis rök fyrir því að tekjulækkun sem þeir urðu fyrir í fyrra vegna harðrar samkeppni á kjötmarkaði eigi nú að ganga til baka. Þeir benda á að aðstæður hafi gjörbreyst á kjötmarkaðinum, sala á dilkakjöti hafi aukist um tæp tíu prósent á síðustu tólf mánuðum og verðið hafi hækkað um þrettán prósent. Þá telja þeir að hagræðing í rekstri sláturhúsa með fækkun þeirra undanfarið eiga að skila sér í hærra verði til bænda. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að bændur hafi samþykkt fækkun sláturhúsa á sínum tíma vegna þess að hún hafi átt að skila sér til bænda með hærri greiðslum fyrir kjötið. Reyndin er önnur að sögn Özurar. ,,Það hefur ekki króna skilað sér til bænda. Greiðslur til þeirra lækkuðu um tólf til fjórtán prósent vegna undirboða og verðhruns á kjötvörum. Eftir að útflutningsverð varð hærra en nokkru sinni og eftir söluaukningu á innanlandsmarkaði á þessu ári bjuggust menn við því að lækkunin til bænda gengi til baka. En þeir fengu ekkert og það er þungt hljóð í sauðfjárbændum yfir þessu." Özur segir að í vor hafi sauðfjárbændur óskað eftir því við sláturleyfishafa að fá að koma að ákvörðun um verð til bænda en ekkert hafi orðið úr því. ,,Við vorum boðaðir á einn fund í sumar þar sem menn náðu ekki saman. Þá var ákveðið að hittast aftur en síðan heyrðum við ekkert frá þeim. Við fengum bara sent fréttabréf með verðtöflum sláturhúsanna sem þau höfðu ákveðið einhliða." Özur segir sauðfjárbændur vera með fá vopn uppi í erminni í átökum við sláturhúsin. Nú sé sláturtíð í fullum gangi og menn verði að slátra. Bændur geti ekki farið í verkfall. Hann segir samning um svonefnt vaxta- og geymslugjald ófrágenginn vegna þessa máls. Bændasamtökin útdeila gjaldinu sem er í kringum 245 milljónir króna og kemur úr ríkissjóði. Undanfarin ár hafa samningar um hvernig gjaldinu skuli deilt verið lokið á þessum árstíma. ,,Það er algjört frost í samskiptum bænda og sláturhúsanna í þessum málum. Auk þess tökum við sameiginlegar ákvarðanir um útflutnings- og markaðsmál en viðræður um þau liggja niðri vegna óánægju sauðfjárbænda með verðlistana. Þar stendur hnífurinn í kúnni," segir Özur. Sigurður Jóhannesson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa, segir að verið sé að skoða lögfræðilega stöðu sláturhúsanna. ,,Við viljum vita hvort sauðfjárbændur geti ráðstafað þessum peningum án samráðs við okkur. Annars er nægur tími til að finna farsæla lausn á þessu máli enda verður ekki greitt eftir samningi um vaxta- og geymslugjald fyrr en í nóvember." Sigurður segir að verð á kjöti hafi lækkað um tuttugu prósent á föstu verðlagi frá byrjun árs 2002 þar til í apríl á þessu ári. Hins vegar hafi greiðslur til bænda ekki lækkað nema um átta prósent og sláturfélögin hafi nýtt hagræðinguna af fækkun sláturhúsa til að taka á sig þennan mismun. ,,Við getum ímyndað okkur hvernig ástandið væri ef greiðslur til bænda hefðu lækkað um tuttugu prósent." Sigurður segir að greiðslurnar hafi hækkað um fjögur til sex prósent í haust og að það sé fyrsta hækkunin í þrjú ár og greiðsla fyrir útflutning á lambakjöti, sem sé þriðjungur af framleiðslunni, muni hækka um allt að tíu til tólf prósent. Það sé þó mismunandi á milli sláturfélaga.
Fréttir Innlent Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Ekkert til að festa hendi á varðandi stunguárás í miðbænum Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Sjá meira