Mannlífi spáð langlífi 4. júlí 2004 00:01 Tímaritið Mannlíf á afmæli því í sumar hefur blaðið komið út sleitulaust í 20 ár. Forsíðuandlitin eru fjölmörg, svo ekki sé talað um opinskáu viðtölin og athyglisverðu greinarnar. Gerður Kristný Guðjónsdóttir hefur verið ritstjóri blaðsins undanfarin 6 ár og segir hún blaðið hafa tekið talsverðum breytingum í gegnum tíðina. "Útlitsbreytingarnar hafa auðvitað verið nokkrar en efnistökin hafa í stórum dráttum ekki breyst mikið. Blaðið fangar tíðarandann hverju sinni og gerir þeim því góð skil sem eru hvað mest áberandi á hverjum tíma. Þegar litið er á árganginn 1989 blasir t.d. Ívar Hauksson vaxtaræktarkappi við lesendum smurður olíu og ári síðar birtist oddaflugspæjan Dóra Einars á forsíðunni," segir Gerður. Blöðin endurspegla líðandi stund og segir Gerður því sífellt skemmtilegra að blaða í þeim eftir því sem lengra er liðið frá útkomu þeirra. "Mér hefur fundist mjög spennandi að vinna við Mannlíf, enda gefur það tilefni til hugmyndaauðgi og húmors innan um alvarlegri umfjallanir um stjórnmál, viðskipti og glæpi." Nýjasta tölublað Mannlífs, sem kemur í búðir á mánudaginn, er tileinkað tvítugsafmælinu. "Dr. Herdís Þorgeirsdóttir, fyrsti ritstjóri blaðsins, er í forsíðuviðtalinu en hún er óneitanlega mikill frumkvöðull í íslenskri fjölmiðlun. Síðan fengum við þrjá unga leikara til að bregða sér í hlutverk nokkurra þeirra fjölmörgu sem verið hafa á forsíðu blaðsins." Mannlíf vekur oft athygli vegna efnistaka og áhugaverðra viðtala og nefnir Gerður Kristný því til stuðnings að árið 2002 hafi fimm af þeim tíu tölublöðum sem þá voru gefin út komist í fréttir. Nú kemur blaðið hins vegar út alls 12 sinnum á ári. Í gegnum árin hefur Mannlíf náð að skapa sér traustan og breiðan lesendahóp. "Blaðið vakti strax athygli undir stjórn Herdísar en fyrsta forsíðuviðtalið tók hún við Valgerði Bjarnadóttur, ekkju Vilmundar Gylfasonar. Ekki leið á löngu þar til farið var að tala um "Mannlífsviðtöl" sem þykja bæði opinská og spennandi." Gerður segir Mannlíf ganga vel og hafa staðið af sér hverja samkeppnina á fætur annarri í þá tvo áratugi sem liðnir eru frá því að fyrsta tölublaðið leit dagsins ljós. "Það er því engin ástæða til annars en að spá því miklu langlífi, enda er lífið líka bara rétt að byrja um tvítugt," segir Gerður Kristný að lokum. Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
Tímaritið Mannlíf á afmæli því í sumar hefur blaðið komið út sleitulaust í 20 ár. Forsíðuandlitin eru fjölmörg, svo ekki sé talað um opinskáu viðtölin og athyglisverðu greinarnar. Gerður Kristný Guðjónsdóttir hefur verið ritstjóri blaðsins undanfarin 6 ár og segir hún blaðið hafa tekið talsverðum breytingum í gegnum tíðina. "Útlitsbreytingarnar hafa auðvitað verið nokkrar en efnistökin hafa í stórum dráttum ekki breyst mikið. Blaðið fangar tíðarandann hverju sinni og gerir þeim því góð skil sem eru hvað mest áberandi á hverjum tíma. Þegar litið er á árganginn 1989 blasir t.d. Ívar Hauksson vaxtaræktarkappi við lesendum smurður olíu og ári síðar birtist oddaflugspæjan Dóra Einars á forsíðunni," segir Gerður. Blöðin endurspegla líðandi stund og segir Gerður því sífellt skemmtilegra að blaða í þeim eftir því sem lengra er liðið frá útkomu þeirra. "Mér hefur fundist mjög spennandi að vinna við Mannlíf, enda gefur það tilefni til hugmyndaauðgi og húmors innan um alvarlegri umfjallanir um stjórnmál, viðskipti og glæpi." Nýjasta tölublað Mannlífs, sem kemur í búðir á mánudaginn, er tileinkað tvítugsafmælinu. "Dr. Herdís Þorgeirsdóttir, fyrsti ritstjóri blaðsins, er í forsíðuviðtalinu en hún er óneitanlega mikill frumkvöðull í íslenskri fjölmiðlun. Síðan fengum við þrjá unga leikara til að bregða sér í hlutverk nokkurra þeirra fjölmörgu sem verið hafa á forsíðu blaðsins." Mannlíf vekur oft athygli vegna efnistaka og áhugaverðra viðtala og nefnir Gerður Kristný því til stuðnings að árið 2002 hafi fimm af þeim tíu tölublöðum sem þá voru gefin út komist í fréttir. Nú kemur blaðið hins vegar út alls 12 sinnum á ári. Í gegnum árin hefur Mannlíf náð að skapa sér traustan og breiðan lesendahóp. "Blaðið vakti strax athygli undir stjórn Herdísar en fyrsta forsíðuviðtalið tók hún við Valgerði Bjarnadóttur, ekkju Vilmundar Gylfasonar. Ekki leið á löngu þar til farið var að tala um "Mannlífsviðtöl" sem þykja bæði opinská og spennandi." Gerður segir Mannlíf ganga vel og hafa staðið af sér hverja samkeppnina á fætur annarri í þá tvo áratugi sem liðnir eru frá því að fyrsta tölublaðið leit dagsins ljós. "Það er því engin ástæða til annars en að spá því miklu langlífi, enda er lífið líka bara rétt að byrja um tvítugt," segir Gerður Kristný að lokum.
Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira