Mannlífi spáð langlífi 4. júlí 2004 00:01 Tímaritið Mannlíf á afmæli því í sumar hefur blaðið komið út sleitulaust í 20 ár. Forsíðuandlitin eru fjölmörg, svo ekki sé talað um opinskáu viðtölin og athyglisverðu greinarnar. Gerður Kristný Guðjónsdóttir hefur verið ritstjóri blaðsins undanfarin 6 ár og segir hún blaðið hafa tekið talsverðum breytingum í gegnum tíðina. "Útlitsbreytingarnar hafa auðvitað verið nokkrar en efnistökin hafa í stórum dráttum ekki breyst mikið. Blaðið fangar tíðarandann hverju sinni og gerir þeim því góð skil sem eru hvað mest áberandi á hverjum tíma. Þegar litið er á árganginn 1989 blasir t.d. Ívar Hauksson vaxtaræktarkappi við lesendum smurður olíu og ári síðar birtist oddaflugspæjan Dóra Einars á forsíðunni," segir Gerður. Blöðin endurspegla líðandi stund og segir Gerður því sífellt skemmtilegra að blaða í þeim eftir því sem lengra er liðið frá útkomu þeirra. "Mér hefur fundist mjög spennandi að vinna við Mannlíf, enda gefur það tilefni til hugmyndaauðgi og húmors innan um alvarlegri umfjallanir um stjórnmál, viðskipti og glæpi." Nýjasta tölublað Mannlífs, sem kemur í búðir á mánudaginn, er tileinkað tvítugsafmælinu. "Dr. Herdís Þorgeirsdóttir, fyrsti ritstjóri blaðsins, er í forsíðuviðtalinu en hún er óneitanlega mikill frumkvöðull í íslenskri fjölmiðlun. Síðan fengum við þrjá unga leikara til að bregða sér í hlutverk nokkurra þeirra fjölmörgu sem verið hafa á forsíðu blaðsins." Mannlíf vekur oft athygli vegna efnistaka og áhugaverðra viðtala og nefnir Gerður Kristný því til stuðnings að árið 2002 hafi fimm af þeim tíu tölublöðum sem þá voru gefin út komist í fréttir. Nú kemur blaðið hins vegar út alls 12 sinnum á ári. Í gegnum árin hefur Mannlíf náð að skapa sér traustan og breiðan lesendahóp. "Blaðið vakti strax athygli undir stjórn Herdísar en fyrsta forsíðuviðtalið tók hún við Valgerði Bjarnadóttur, ekkju Vilmundar Gylfasonar. Ekki leið á löngu þar til farið var að tala um "Mannlífsviðtöl" sem þykja bæði opinská og spennandi." Gerður segir Mannlíf ganga vel og hafa staðið af sér hverja samkeppnina á fætur annarri í þá tvo áratugi sem liðnir eru frá því að fyrsta tölublaðið leit dagsins ljós. "Það er því engin ástæða til annars en að spá því miklu langlífi, enda er lífið líka bara rétt að byrja um tvítugt," segir Gerður Kristný að lokum. Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Tímaritið Mannlíf á afmæli því í sumar hefur blaðið komið út sleitulaust í 20 ár. Forsíðuandlitin eru fjölmörg, svo ekki sé talað um opinskáu viðtölin og athyglisverðu greinarnar. Gerður Kristný Guðjónsdóttir hefur verið ritstjóri blaðsins undanfarin 6 ár og segir hún blaðið hafa tekið talsverðum breytingum í gegnum tíðina. "Útlitsbreytingarnar hafa auðvitað verið nokkrar en efnistökin hafa í stórum dráttum ekki breyst mikið. Blaðið fangar tíðarandann hverju sinni og gerir þeim því góð skil sem eru hvað mest áberandi á hverjum tíma. Þegar litið er á árganginn 1989 blasir t.d. Ívar Hauksson vaxtaræktarkappi við lesendum smurður olíu og ári síðar birtist oddaflugspæjan Dóra Einars á forsíðunni," segir Gerður. Blöðin endurspegla líðandi stund og segir Gerður því sífellt skemmtilegra að blaða í þeim eftir því sem lengra er liðið frá útkomu þeirra. "Mér hefur fundist mjög spennandi að vinna við Mannlíf, enda gefur það tilefni til hugmyndaauðgi og húmors innan um alvarlegri umfjallanir um stjórnmál, viðskipti og glæpi." Nýjasta tölublað Mannlífs, sem kemur í búðir á mánudaginn, er tileinkað tvítugsafmælinu. "Dr. Herdís Þorgeirsdóttir, fyrsti ritstjóri blaðsins, er í forsíðuviðtalinu en hún er óneitanlega mikill frumkvöðull í íslenskri fjölmiðlun. Síðan fengum við þrjá unga leikara til að bregða sér í hlutverk nokkurra þeirra fjölmörgu sem verið hafa á forsíðu blaðsins." Mannlíf vekur oft athygli vegna efnistaka og áhugaverðra viðtala og nefnir Gerður Kristný því til stuðnings að árið 2002 hafi fimm af þeim tíu tölublöðum sem þá voru gefin út komist í fréttir. Nú kemur blaðið hins vegar út alls 12 sinnum á ári. Í gegnum árin hefur Mannlíf náð að skapa sér traustan og breiðan lesendahóp. "Blaðið vakti strax athygli undir stjórn Herdísar en fyrsta forsíðuviðtalið tók hún við Valgerði Bjarnadóttur, ekkju Vilmundar Gylfasonar. Ekki leið á löngu þar til farið var að tala um "Mannlífsviðtöl" sem þykja bæði opinská og spennandi." Gerður segir Mannlíf ganga vel og hafa staðið af sér hverja samkeppnina á fætur annarri í þá tvo áratugi sem liðnir eru frá því að fyrsta tölublaðið leit dagsins ljós. "Það er því engin ástæða til annars en að spá því miklu langlífi, enda er lífið líka bara rétt að byrja um tvítugt," segir Gerður Kristný að lokum.
Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira