Vorblót í Vesturbænum 14. júní 2004 00:01 Síðustu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á þessu starfsári verða í Háskólabíói í kvöld. Vladimir Ashkenazy stjórnar hljómsveitinni, sem ætlar að flytja þrjú verk eftir Igor Stravinskí - Pulcinellu, Eldfuglinn og Vorblót. Öll þessi þrjú verk Stravinskís eru samin sem balletttónlist, en Vorblótið er þeirra frægast, og ekki bara fyrir þær hrikalegu móttökur sem það fékk við frumflutninginn í París hinn 29. maí árið 1913, þegar áheyrendur trylltust bókstaflega af bræði og kalla þurfti á lögregluna til að rýma salinn. Vorblótið var vægast sagt byltingarkennt verk á þeim tíma, þar sem áheyrendur áttu hvorki að venjast jafn ómstríðum tónum og brjálæðislegum hrynjanda, þótt slíkt þyki afar hversdagslegt nú á tímum. Æ síðan hefur þetta verk átt miklum vinsældum að fagna. Samhliða æfingum hefur Ashkenazy unnið að upptökum fyrir nýjan geisladisk með Sinfóníuhljómsveitinni fyrir japanska fyrirtækið Octavia, sem hefur áður gefið út í Japan tvo diska með flutningi hljómsveitarinnar undir stjórn Ashkenazys. Tónleikarnir hefjast klukkan 19.30. Klukkutíma fyrir tónleikanna efnir Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands til samverustundar í Sunnusal Hótel Sögu, þar sem Árni Heimir Ingólfsson kynnir efni tónleikanna og kemur með hljóðdæmi. Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Síðustu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands á þessu starfsári verða í Háskólabíói í kvöld. Vladimir Ashkenazy stjórnar hljómsveitinni, sem ætlar að flytja þrjú verk eftir Igor Stravinskí - Pulcinellu, Eldfuglinn og Vorblót. Öll þessi þrjú verk Stravinskís eru samin sem balletttónlist, en Vorblótið er þeirra frægast, og ekki bara fyrir þær hrikalegu móttökur sem það fékk við frumflutninginn í París hinn 29. maí árið 1913, þegar áheyrendur trylltust bókstaflega af bræði og kalla þurfti á lögregluna til að rýma salinn. Vorblótið var vægast sagt byltingarkennt verk á þeim tíma, þar sem áheyrendur áttu hvorki að venjast jafn ómstríðum tónum og brjálæðislegum hrynjanda, þótt slíkt þyki afar hversdagslegt nú á tímum. Æ síðan hefur þetta verk átt miklum vinsældum að fagna. Samhliða æfingum hefur Ashkenazy unnið að upptökum fyrir nýjan geisladisk með Sinfóníuhljómsveitinni fyrir japanska fyrirtækið Octavia, sem hefur áður gefið út í Japan tvo diska með flutningi hljómsveitarinnar undir stjórn Ashkenazys. Tónleikarnir hefjast klukkan 19.30. Klukkutíma fyrir tónleikanna efnir Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands til samverustundar í Sunnusal Hótel Sögu, þar sem Árni Heimir Ingólfsson kynnir efni tónleikanna og kemur með hljóðdæmi.
Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira