Lífið

Hvetur blaðamenn til betra máls

Blaðamenn Vísis ráku upp stór augu þegar þeim barst póstur á ritstjórnarpósti frá 14 ára stúlku á Ísafirði sem blöskrar málvillur blaðamanna á netinu. Stúlkan, sem heitir Agnes Ósk Marzellíusardóttir, hvetur blaðamenn að vanda mál sitt.

Lífið

Stikla fyrir nýju Bond-myndina komin á netið

Stikla fyrir nýjustu Bond myndina, Quantum of Solace, verður forsýnd á netinu í dag. Stiklan, sem skartar hinum vörpulega Daniel Craig fer formlega í loftið á miðvikudag þegar hún verður sýnd á undan nýjustu mynd Wills Smith, Hancock.

Lífið

Mary-Kate tryggði fötin fyrir 170 milljónir

Tískudrottningin Mary-Kate Olsen vill vera alveg viss um að ekkert illt hendi fataskápinn sinn. Til að vera viss um að hún geti nú endurbætt spjarirnar komi eitthvað fyrir hefur hún tryggt fatasafnið fyrir sem samsvarar litlum 170 milljónum króna.

Lífið

Árni Johnsen - fær sér tvær pulsur í einu brauði

Þingmaðurinn Árni Johnsen fær sér alltaf tvær pulsur í sama brauðið þegar hann snæðir á Bæjarins bestuí hádeginu. Hann segist þó ætla að láta pulsurnar vera þegar hann fagnar útboði á Suðurstrandavegi í dag - enda bjóða Sjálfstæðismenn upp á þriggja rétta veislu í tilefni dagsins.

Lífið

Prinsessustríð hafið á Norðurlöndunum

Þrjú af stærstu dagblöðum Norðurlandanna eru komin í mikið prinsessustríð. Það var Aftonbladet sænska sem blés til fyrstu sóknarinnar í gærdag er það setti í gang kosningu um hver væri eftirlætisprinsessa þín á Norðurlöndunum.

Lífið

Plata Garðars kemur út samtímis á Íslandi og í Bretlandi

Plata Garðars Thórs Cortes, When You Say You Love Me, kemur út í Bretlandi og á Íslandi mánudaginn 30. júní. Þetta er önnur platan sem Garðar gefur út í Bretlandi, en sú þriðja á Íslandi og er henni ætlað að fylgja á eftir plötunni Cortes sem vann sér inn tilnefningu til Bresku tónlistarverðlaunanna en þau fóru fram í London í maí sl.

Lífið

Leyndarmálið lekur út, fimm stjörnu lesbískt brúðkaup

Fimm stjörnu hótel í Palm Springs í Flórída verður ramminn um komandi brúðkaup þeirra Ellen DeGeneres og Portiu de Rossis. Þær stöllur hafa reynt að halda undirbúngi sínum að brúðkaupinu leyndum en þetta lak út í bandaríska fjölmiðla um helgina.

Lífið

Hugh Grant með giftri prinsessu

Svo virðist sem Hugh Grant sé byrjaður að slá sér upp með nýrri konu. Og það engri slordrottningu, heldur búlgarskri prinsessu. Undanfarið hefur fjöldi mynda náðst af leikaranum, með hinni tæplega fertugu Rosario prinsessu af Búlgaríu.

Lífið

Ægilegt að hugsa til barna sem eiga bágt

Mér finnst alveg nauðsynlegt að styðja við börn úti í heimi í þeirri von að maður hjálpi þeim til bjartari framtíðar. Það er ægilegt að vita til allra þeirra barna sem ekki eiga góða að eða eiga mjög takmarkaða möguleika á menntun og mér finnst það liggur við skylda mín að taka þátt í svona starfi," segir Björg.

Lífið

Sebastian Tellier á leið til landsins

Miðasala á tónleika franska popparans Sebastian Tellier í ágúst er hafin. Tellier er íslendingur að góðu kunnur eftir þáttöku sína í Eurovision í maí. Þar átti hann að margra mati eina lagið sem átti einhvern möguleika á vinsældum tónleikahallarinnar í Serbíu.

Lífið

Segir Garðar Thor í flokki með Pavarotti og Placido Domingo

Breska blaðið Daily Express fer fögrum orðum um væntanlega plötu Garðars Thors Cortes í dag. Gagnrýnandi blaðsins gefur plötunni fjórar stjörnur, og segir hana sanna endanlega að tenórinn fagri sé í flokki með stórstjörnum bransans á borð við Pavarotti og Placido Domingo.

Lífið

Katie Holmes fær að halda nafninu

Eiginmaður hennar er hrifnari af því að hún kalli sig „Kate“ Holmes en "Katie", en þegar leikkonan stígur á svið á Broadway í haust mun hún nota nafnið sem foreldrar hennar gáfu henni.

Lífið