Lífið

Samningsbundin hjá Broadway í þrjú ár

Fanney Lára Guðmundsdóttir.
Fanney Lára Guðmundsdóttir.

„Ég hef það bara gott. Það er voða eins bara. Þetta var góð reynsla," svarar Fanney Lára Guðmundsdóttir þegar Vísir spyr hana út í lífið eftir að hún var valin Ungfrú Reykjavík fyrir ári síðan.

„Ég hef lítið unnið eftir keppnina. Ég hef kannski ekki sóst nægilega

mikið eftir því en ég er samningsbundin hjá Broadway í þrjú ár, þannig

að ég má ekki skrá mig hjá öðrum módelskrifstofum. Það er ágætt, ég tek

þessu voða rólega."

Jóhanna Vala Ungfrú Ísland 2007 fyrir miðju, Katrín Dögg til vinstri og Fanney Lára, Ungfrú Reykjavík, til hægri. MYND/Ungfrú Ísland.
„Við erum í rosa góðu sambandi og hittumst mjög oft. Ef einhver af

okkur (keppendur Ungfrú Reykjavík 2007) á afmæli er öllum boði. Það er einmitt afmæli í kvöld. Hún Dóra sem lenti í 3 sæti á afmæli. Við hittumst reglulega eða alveg eins og við getum," segir Fanney Lára en hún starfar í sumar í móttökunni á Landspítalanum og setur stefnuna á Háskóla Íslands í viðskiptafræði í haust.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.