Lífið

Hártoppur Kate Moss til sölu á eBay

Nýlega skildu leiðir Kate Moss og hártopps á höfði hennar þegar hún gekk léttkennd eftir rauða dreglinum á frumsýningu í Berlín.

Paparassinn John Farr sá sér leik á borði og hirti hárlokkinn. Hann ætlaði upprunalega að eiga hann sjálfur til minningar um atvikið, en hefur nú ákveðið að bjóða hann upp. Ágóða sölunnar ætlar hann að láta renna óskiptan til þýskra góðgerðarsamtaka sem berjast gegn eiturlyfjanotkun.

Samkvæmt breska slúðurblaðinu Female First er hæsta boð í lokkinn nú tæpar 7000 krónur. Það gæti hækkað verulega, en uppboðinu líkur ekki fyrr en á fimmtudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.