Jón Baldvin og Bryndís Schram björguðu íslenskum ferðalangi SB skrifar 30. júní 2008 14:06 Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndís Schram. Komu íslenskum ferðalangi til bjargar. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur komst í hann krappan þegar hún festist á flugvelli á Alicante. Henni til happs voru þau hjónin Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndís Schram á flugvellinum. Þau komu Hafrúnu til bjargar þegar öll sund virtust lokuð. "Það var bara allt í klessu," segir Hafrún sem var á leiðinni til Granada að halda fyrirlestur. Áður en hún lagði í ferðina hafði hún sótt um nýtt ökuskírteini á Íslandi. Skírteinið var ekki tilbúið í tíma og því fékk hún pappíra hjá lögreglunni sem bráðabyrgðarskírteini. Þeir pappírar voru ekki teknir gildir þegar hún hugðist leigja sér bíl á flugvellinum á Alicante. "Ég fór á milli lögreglustöðva og reyndi allt sem ég gat til að koma þeim í skilning um að þetta væru gildir pappírar en allt kom fyrir ekki," segir Hafrún. Á bloggi sínu segist hún hafa rölt um flugvöllinn gjörsamlega miður sín. Hún hafi verið full örvæntingar og ákveðið að setjast niður. Þá sér hún Bryndísi Schram og Jón Baldvin og lýsir upplifuninni svona: "Ég hef held ég aldrei á ævinni verið jafn fegin að sjá kunnugleg andlit. Ég vippaði mér upp að þeim og sagði: Þið verðið að afsaka að ég ræðst svona á ykkur en getið þið hjálpað mér." Sem þau og gerðu. Hafrún segir að Jón Baldvin hafi beitt öllum sínum kröftum til að sannfæra lögregluna um að pappírar hennar væru gildir en löggan hafi verið ótrúlega hörð. "Ég hugsa að Ingibjörg Sólrún hefði ekki náð að bjarga þessu," segir Hafrún og hlær. "Svo buðust þau til að skutla mér til Granda - sem væri svona eins og að skutla manni til Akureyrar," segir Hafrún. Til þess kom þó ekki því Hafrún segir að Bryndís hafi fundið út hvernig hún kæmist með flugi til Granada um morguninn, útvegað henni hótel á Alicante og svo hafi þau keyrt hana á hótelið. "Ég ber þeim miklar þakkir fyrir þetta. Ég var í algjörri desperasjón og þau komu mér til bjargar," segir Hafrún en óförum hennar var þó ekki lokið. Þegar hún loks kom til Granada keyrði leigubílstjórinn hana á vitlaust hótel! Hafrúnu tókst þó að mæta í tíma á eigin fyrirlestur um hugræna atferlismeðferð í heimilislækningum og er nú komin heim til Íslands heil á höldnu. Ferðasögu hennar sem ber nafnið - Ferðalag dauðans - má lesa hér. Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira
Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur komst í hann krappan þegar hún festist á flugvelli á Alicante. Henni til happs voru þau hjónin Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndís Schram á flugvellinum. Þau komu Hafrúnu til bjargar þegar öll sund virtust lokuð. "Það var bara allt í klessu," segir Hafrún sem var á leiðinni til Granada að halda fyrirlestur. Áður en hún lagði í ferðina hafði hún sótt um nýtt ökuskírteini á Íslandi. Skírteinið var ekki tilbúið í tíma og því fékk hún pappíra hjá lögreglunni sem bráðabyrgðarskírteini. Þeir pappírar voru ekki teknir gildir þegar hún hugðist leigja sér bíl á flugvellinum á Alicante. "Ég fór á milli lögreglustöðva og reyndi allt sem ég gat til að koma þeim í skilning um að þetta væru gildir pappírar en allt kom fyrir ekki," segir Hafrún. Á bloggi sínu segist hún hafa rölt um flugvöllinn gjörsamlega miður sín. Hún hafi verið full örvæntingar og ákveðið að setjast niður. Þá sér hún Bryndísi Schram og Jón Baldvin og lýsir upplifuninni svona: "Ég hef held ég aldrei á ævinni verið jafn fegin að sjá kunnugleg andlit. Ég vippaði mér upp að þeim og sagði: Þið verðið að afsaka að ég ræðst svona á ykkur en getið þið hjálpað mér." Sem þau og gerðu. Hafrún segir að Jón Baldvin hafi beitt öllum sínum kröftum til að sannfæra lögregluna um að pappírar hennar væru gildir en löggan hafi verið ótrúlega hörð. "Ég hugsa að Ingibjörg Sólrún hefði ekki náð að bjarga þessu," segir Hafrún og hlær. "Svo buðust þau til að skutla mér til Granda - sem væri svona eins og að skutla manni til Akureyrar," segir Hafrún. Til þess kom þó ekki því Hafrún segir að Bryndís hafi fundið út hvernig hún kæmist með flugi til Granada um morguninn, útvegað henni hótel á Alicante og svo hafi þau keyrt hana á hótelið. "Ég ber þeim miklar þakkir fyrir þetta. Ég var í algjörri desperasjón og þau komu mér til bjargar," segir Hafrún en óförum hennar var þó ekki lokið. Þegar hún loks kom til Granada keyrði leigubílstjórinn hana á vitlaust hótel! Hafrúnu tókst þó að mæta í tíma á eigin fyrirlestur um hugræna atferlismeðferð í heimilislækningum og er nú komin heim til Íslands heil á höldnu. Ferðasögu hennar sem ber nafnið - Ferðalag dauðans - má lesa hér.
Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira