Lífið

Leyndarmálið lekur út, fimm stjörnu lesbískt brúðkaup

Fimm stjörnu hótel í Palm Springs í Flórída verður ramminn um komandi brúðkaup þeirra Ellen DeGeneres og Portiu de Rossis.

Þær stöllur hafa reynt að halda undirbúngi sínum að brúðkaupinu leyndum en þetta lak út í bandaríska fjölmiðla um helgina.

Samhliða þessu kom dagsetning brúðkaupsins upp úr kafinu en það verður ekki fyrr en í október. Ástæðan er einfaldlega sú að verið er að gera hótelið upp fyrir nokkra tugi milljarða k. og verður þeim endurbótum ekki lokið fyrr en seint í haust.

Samkvæmt heimildarmanni á hótelinu Riviera Resort & Spa ætla þær Ellen og Portia að hafa sjálfa hjónavígsluna í hitabeltisgarði hótelsins en veislan verður í aðalsal þess.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.