Lífið

Katie Holmes fær að halda nafninu

Eiginmaður hennar er hrifnari af því að hún kalli sig „Kate" Holmes en "Katie", en þegar leikkonan stígur á svið á Broadway í haust mun hún nota nafnið sem foreldrar hennar gáfu henni.

Eiginmaðurinn, Tom Cruise, var samkvæmt slúðurpressunni vestanhafs yfirhöfuð ekki hrifinn af því að Katie tæki að sér hlutverk svo fjarri heimili þeirra. Sviðsnafnið er svo annar kapítuli, en Tom mun alltaf hafa haft horn í síðu hins stelpulega „Katie". Samkvæmt heimildum OK! tímaritsins var heilmikið þrasað um málið á heimili þeirra, en fyrir rest stóð Katie á sínu og ákvað að halda nafninu.

Framleiðendur sýningarinnar, sem nefnist „All My Sons", eru að sögn OK! afar hrifnir af leikkonunni, sem er laus við alla stjörnustæla. Þeir þurfa því ekki að punga út fyrir hvítum orkídeum og vatni frá Fiji-eyjum í búningsherbergið eins og fyrir marga stjörnuna. Það eina sem hún fer fram á að sé til staðar er „vaskur, spegill og aðgangur að salerni" að sögn blaðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.