Lífið

Prinsessustríð hafið á Norðurlöndunum

Þrjú af stærstu dagblöðum Norðurlandanna eru komin í mikið prinsessustríð. Það var Aftonbladet sænska sem blés til fyrstu sóknarinnar í gærdag er það setti í gang kosningu um hver væri eftirlætisprinsessa þín á Norðurlöndunum.

Eins og við var að búast voru sænsku prinsessurnar tvær, Victoria og Madeleine, langefstar í þessari kosingu en norsku prinsessurnar Mette Marit og Martha komu þar næst á eftir. Dönsku prinsessurnar tvær Mary og Marie komust hinsvegar vart á blað.

Danska blaðið Ekstra Bladet komst að þessu "hneyksli" og hvatti lesendur sína til að halda uppi heiðri Danaveldis með því að kjósa Mary og Marie á heimasíðu Aftonbladet. Fór hagur þeirra að vænskast verulega en á kostnað Mette og Mörthu í Noregi.

Norska blaðið Verdens Gang sá þá ástæðu til að blanda sér í slaginn og birti frétt undir fyrirsögninni "Svíarnir mana til norræns prinsessustríðs". Hvatti blaðið lesendur sína til að kjósa þær Mette og Mörthu og halda þannig heiðri Noregs á lofti.

Sænsku prinsessurnar halda enn sem komið er öruggri forystu í þessari kosningu en mjótt er á mununum milli þeirra norsku og dönsku þessa stundina. Og blöðin þrjú hvetja lesendur sína sem aldrei fyrr að kjósa nú sínar prinsessur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.