Lífið

Ægilegt að hugsa til barna sem eiga bágt

Björg Pálsdóttir.
Björg Pálsdóttir.

„Foreldrar mínir og amma og afi styrktu börn á Filippseyjum þegar ég var yngri og við fengum alltaf myndir og fréttir af þeim sem var mjög indælt," segir Björg Pálsdóttir sem á tvö aukabörn eins og hún kallar þau úti í heimi þegar Vísir hefur samband vegna Stóru Gospelhátíðarinnar sem stendur yfir til 29. júní.

 







„Við tókum svo að okkur annað barn, stúlku í Úganda, fyrir einu ári, Anek. Hún er algjör dúlla."

„Ég sá um að skrifa til þeirra allra þar sem mamma og amma eru ekki sleipar í að skrifa ensku svo ég myndaði nokkur tengsl við þau. Svo þegar ég kynntist manninum mínum árið 2000 þá átti hann eina dóttur í Indlandi, Veru, og við höfum styrkt hana allar götur síðan. Hún er að verða að ungri konu þessa dagana, afskaplega myndarleg með svart sítt hár og gengur vel í skólanum," segir Björg.

„Mér finnst alveg nauðsynlegt að styðja við börn úti í heimi í þeirri von að maður hjálpi þeim til bjartari framtíðar. Það er ægilegt að vita til allra þeirra barna sem ekki eiga góða að eða eiga mjög takmarkaða möguleika á menntun og mér finnst það liggur við skylda mín að taka þátt í svona starfi."







Vera er að verða að ungri konu þessa dagana, afskaplega myndarleg með svart sítt hár og gengur vel í skólanum, segir Björg.

„Ég á nóg að bíta og brenna fyrir mig og mína og sé sannarlega ekki eftir þeim peningum sem fara í þetta starf. Að minni bestu vitund eru ABC stöðug og áreiðanleg samtök og vinna sitt starf af hugsjón og dugnaði. Ég tel mig eiginlega bara lánsama að geta rétt hjálparhönd og myndi vilja að allir sem ég þekki taki að sér að vera styrktarforeldrar fyrir börn í gegnum ABC Barnahjálp eða sambærileg samtök."

Á Víðistaðatúni verða haldnir tónleikar öll kvöld í tilefni af 100 ára afmæli Hafnarfjarðar og ABC Barnahjálpar sem heldur upp á 20 ára afmælið að sama skapi.

Hér má sjá dagskrá ABC um helgina.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.