Lífið

Söngkona gerist táknmálsfræðingur

Erna Hrönn.
Erna Hrönn.
„Ég er í Þjóðarbókhlöðunni að skrifa BA ritgerð en ég er að verða táknmálsfræðingur. Ég flutti suður til að fara í nám og lærði táknmálsfræði og uppeldisfræðina með," svarar Erna Hrönn söngkona hljómsveitarinnar Bermuda sem hóf feril sinn í Idol-Stjörnuleit veturinn 2004 þegar Vísir spyr hana frétta.

Af hverju táknmálsfræði?

„Bara af forvitni aðallega. Mér hefur alltaf fundist táknmálið spennandi tungumál og merkilegt að hægt sé að tala saman án hljóða. Ég vissi í raun ekkert hvað ég var að fara út í þegar ég byrjaði námið og kunni ekki einu sinni fingrastafrófið."
Bermuda: Um verslunarmannahelgina er stefnan tekin á roadtrip á Neskaupsstað og Siglufjörð.
„Hljómsveitin (Bermuda) tók smá pásu fram að verslunarmannahelgi en það er rosa gott að sinna fjölskyldunni, það er bara nauðsynlegt. Ég

skrapp með fjölskyldunni í viku í sumarbústað og átti þar æðislegan tíma með börnunum mínum, Silju Sól,5 ára og Mána Steini,7 ára."

„Ég ætla að vera eins dugleg og ég get að klára ritgerðina í sumar og stefni á að útskrifast í október þannig að mín vinna er í rauninni ritgerðin og sinna börnunum mínum."

„Ég ætla svo að syngja með Rúnari F vini mínum sem býr í Danmörku en hann kemur í tónleikaferðalag til landsins um miðjan júlí. Ég syng bakraddir á plötunni hans og tvö lög með honum, þar á meðal Take on me, gamla Aha lagið."












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.