Lífið

Segir Garðar Thor í flokki með Pavarotti og Placido Domingo

Breska blaðið Daily Express fer fögrum orðum um væntanlega plötu Garðars Thors Cortes í dag. Gagnrýnandi blaðsins gefur plötunni fjórar stjörnur, og segir hana sanna endanlega að tenórinn fagri sé í flokki með stórstjörnum bransans á borð við Pavarotti og Placido Domingo.

Fyrri plata Garðars, Cortes, naut mikilla vinsælda í Bretlandi og var hann meðal annars tilnefndur til Brit-verðlauna fyrir hana. Þeirrar nýju er því beðið með mikilli eftirvæntingu, en hún kemur út á mánudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.