Lífið

Mary-Kate tryggði fötin fyrir 170 milljónir

Tískudrottningin Mary-Kate Olsen vill vera alveg viss um að ekkert illt hendi fataskápinn sinn. Til að vera viss um að hún geti nú endurbætt spjarirnar komi eitthvað fyrir hefur hún tryggt fatasafnið fyrir sem samsvarar litlum 170 milljónum króna.

Leikkonan, sem er rétt skriðin yfir tvítugt, er eigandi bílfarma af lúxusfatnaði, töskum, skóm og aukahlutum. Tilhugsunin um hvað gerðist ef hlutirnir eyðilögðust eða yrði stolið er sögð hafa valdið henni miklu hugarangri. Og skal engan undra. Samkvæmt heimildamanni National Enquirer eru einstök fataplögg í skápnum hjá Mary-Kate meira en tveggja milljóna króna virði. Aukahlutirnir voru ekki ókeypis heldur, en uppáhalds Chanel taska tvíburans kostaði sem samsvarar þremur milljónum króna.

Mary-Kate og Ashley tvíburasystir hennar hafa verið í sviðsljósinu frá sex ára aldri og því haft nægan tíma til að safna glingri. En þó fataskápurinn sé í öruggri höfn getur Mary-Kate ekki sofið alveg áhyggjulaus. Tryggingin nær nefnilega eingöngu til fatanna, og er risavaxið og fokdýrt skartgripasafn hennar enn ótryggt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.