Lífið

Íslensk fyrirsæta: Mikilvægt að vera hress

Linda Benediktsdóttir. MYND/Eskimo.
Linda Benediktsdóttir. MYND/Eskimo.

„Það er alltaf nóg að gera en markaðurinn hérna er lítill. Það er alltaf erfitt að fá verkefni á Íslandi en það fer eftir heppni og hverju er verið leita að

hverju sinni," svarar Linda Benediktsdóttir 19 ára fyrirsæta þegar Vísir spyr hana út í fyrirsætubransann á Íslandi.

„Þeir sem leita að stelpum tala við Eskimo en ég er á skrá þar. Síðast var ég á tískusýningunni hjá Listaháskólanum en annars er ég að

vinna á sambýlinu á Barðastöðum."







Linda segir það góða reynslu að hafa tekið þátt í Ungfrú Ísland. MYND/Eskimo.

Starfaði á Indlandi

„Þegar ég vann á Indlandi var það allt öðruvísi en hér heima. Þá var ég stöðugt í áheyrnarprófum, á hverjum einasta degi, og fór í mörg casting á dag en mér fannst það leiðinlegasti hluti af starfinu að fara í öll þessi áheyrnarpróf en það er nauðsynlegur hluti af þessu. Þá sýni ég möppuna, andlitið og hvernig persónuleiki ég er. Þá er mikilvægt að vera rosalega hress og fínt klædd."

Þú varst valin ljósmyndafyrirsætan í Fegurðarsamkeppni Íslands árið 2006. Hvernig var sú reynsla?

„Mér fannst æðislega gaman. Við erum ennþá að hittast sem tókum þátt í keppninni það árið og erum góðar vinkonur. Þetta var mjög góð reynsla. Ég fékk miklu meira út úr þátttökunni heldur en þennan eina mánuð í keppninni."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.