Lífið

Flugfreyja J-Lo vill hundruðir milljóna fyrir hundsbit

Samkvæmt nýjustu fregnum hefur dívan annálaða, Jennifer Lopez, róast nokkuð síðan hún eignaðist tvíburana sína í vetur. Hið sama verður greinilega ekki sagt um hundinn hennar.

Lisa Wilson, sem var flugfreyja um borð í einkaþotu J-Lo, lagði í gær fram kæru á hendur henni. Wilson segir að árið 2006 hafi Floyd, varðhundur söngkonunnar, glefsað í áttina til sín þegar hún gekk framhjá honum um borð í þotunni. Henni varð hverft við, þeyttist á loft og lenti illa á bakinu. Hún hafi í kjölfarið þjáðst af slæmum bakverk og þurft að fara í aðgerð vegna hans.

Flugfreyjan segir J-Lo hafa vitað það að hundurinn væri árásargjarn og því átt að passa betur upp á hann. Hún krefst fimm milljóna dollara, rúmra fjögur hundruð milljóna, í skaðabætur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.