Lífið

Stikla fyrir nýju Bond-myndina komin á netið

Stikla fyrir nýjustu Bond myndina, Quantum of Solace, verður forsýnd á netinu í dag. Stiklan, sem skartar hinum vörpulega Daniel Craig fer formlega í loftið á miðvikudag þegar hún verður sýnd á undan nýjustu mynd Wills Smith, Hancock.

Quantum of Solace skartar hinum vörpulega Daniel Craig, sem leikur spæjarann í annað sinn. Nafnið er fengið að láni úr smásagnasafni sem Ian Flemming skapari Bond, gaf út árið 1960. Myndin verður frumsýnd í Bretlandi þann 31. október, en Íslendingum gefst færi á að berja hana augum sjöunda nóvember næstkomandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.