Lífið

Benedikt gerir aðra tilraun við Ermasundið í fyrramálið

Benedikt S. Lafleur og áhöfn stefnir að Ermarsundi, í fyrramálið en Benedikt ætlar að gera aðra tilraun til að synda yfir sundið.

Lagt verður af stað frá Shakespeare beach, Englands megin, synt í átt að Calais, Frakklandi og stefnt að því að lenda við Cap-de-gris-nez sama dag. Skipstjóri er Eddie Spelling, en áhöfnin er annars skipuð þrautreyndustu björgunarsveitarmönnum, þeim Guðna Haraldssyni og Leikni Sigurbjörnssyni, frá Björgunarfélagi Akraness.

Bæði Guðni og Leiknir annast bæði næringartöku og eftirliti með sundmanni, sem og sambandi við fjölmiðla. Þá er í för sem fyrr kvikmyndagerðarmaðurinn, Jón Karl Helgason. Mun hann taka upp sundið fyrir kvikmynd þeirra Benedikts um sjósund Íslendinga.

Í tilkynningu um sundið segir að í þetta sinn sé Benedikt reynslunni ríkari. Hann og áhöfnin þekkja betur hver annan og hvað þarf að varast í sundinu. Veðurhorfur eru prýðilegar, og af þeim sökum halda sundmenn og áhöfn bjartsýn í förina. Lagt verður af stað í dagsbirtu en vonandi kemst sundmaður á áfangastað í birtu.

Áætlaður tími er allt frá 16 klst. upp í einn sólarhring. Benedikt nærist einkum á fljótandi fæði, Herba life shake í bland við banana og bláber, sem og Maxim orkudrykk út í te og rifsberjasafa.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.