Lífið

Amy Winehouse ofbeldisfull - myndband

Amy Winehouse.
Amy Winehouse.

Amy Winehouse tók sig til á Glastonbury tónlistarhátíðinni og kýldi áhorfanda með olnboganum. Að sögn talsmanns Winehouse hafði umræddur áhorfandi reynt að toga í hár hennar og því hafi hún einfaldlega brugðist við áreitinu.

Er þetta í fyrsta sinn í sjö mánuði sem söngkonan kemur fram í Bretlandi og það í heila klukkustund. Hvorki meira né minna en 75 þúsund manns mættu á hátíðina til að hlýða á Winehouse en slíkur fjöldi hefur ekki mætt áður í sögu hátíðarinnar.

Hér má sjá þegar Amy Winehouse kýlir aðdáanda.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.