Lífið

2,5 milljónir sáu Náttúrutónleikana á vef National Geographic

Margrét Vilhjálmsdóttir.
Margrét Vilhjálmsdóttir.

„Við erum rosalega ánægð. Þetta gekk svakalega vel," segir Margrét Vilhjálmsdóttir leikkona aðspurð um Náttúrutónleikana með Björk og SigurRós sem voru haldnir í Laugardalnum síðasta laugardag en talið er að um 30 þúsund manns hafi mætt.

"Við fengum mikila athygli og erum glöð að umræðan er komin af stað. Þetta málefni brennur á öllum og markmið tónleikanna voru mjög skýr. Þetta voru ekki bara tónleikar, heldur skýr skilaboð og umræðan heldur áfram, henni er ekki lokið."

"Það ríkir mikil ánægja hjá tónleikahöldurum því allt fór svo vel fram. Samstarfið við Reykjavíkurborg var stórkostlegt og við alla aðila sem komu að þessu."

„Við þökkum öllum Íslendingum fyrir að mæta. Það mætti ótrúlegur fjöldi, mestur fjöldi sem hefur komið á útitónleika. National Geographic, sem sýndi tónleikana í beinni útsendingu á vefnum, sendi okkur upplýsingar um að 2,5 milljónir manna hafi horft á tónleikana."

Nú sést þú í hlutverki nunnu í sjónvarpsauglýsingu?

„Já en ég geri þetta sjaldan. Ég laumaðist að vera með í auglýsingu fyrir Símann. Það getur verið dálítið erfitt fyrir leikara þegar kemur að því að leika í auglýsingum því þeir vilja láta taka sig alvarlega. Það fer ekki alltaf saman með listinni."

„Ég vil bara hvetja fólk til að fara á heimasíðuna nattura.info og sækja hringitóna og styðja gott málefni."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.