Lífið

Alhliða dansstaður í miðbænum

Skemmtistaðurinn London Reykjavík verður opnaður á neðri hæðinni á gamla Gauki á Stöng í kvöld. Áhersla verður lögð á danstónlist af ýmsum toga og ættu dansþyrstir Íslendingar því að fá þarna eitthvað fyrir sinn snúð.

Lífið

Spurningakeppni fjölmiðla á Bylgjunni þetta árið

„Þetta er þannig að keppnin er búin að vera á Ríkisútvarpinu en þeir ákváðu að hafa hana ekki núna og þess vegna var smá þrýstingur á okkur að halda þessu lifandi og við stukkum á það bara," svarar Logi Bergmann Eiðsson spyrill um árlega spurningakeppni fjölmiðla á Íslandi. „Þetta er mjög hefðbundið. Allir helstu fjölmiðlar landsins keppa. Tveir í hverju liði og svo er útsláttarfyrirkomulag. Þetta er mjög staðlað form myndi ég segja," segir Logi og bætir við að keppnin verður um páskahelgina á Bylgjunni.

Lífið

Ásdís Rán opnar aðdáendasíðu

„Síðan er aðallega ætluð til kynningar á mér og minum verkum," svarar Ásdís Rán sem opnaði í dag nýja heimasíðu Icelandicbeuty.com. „Svo er ég að þróa þarna leið til að komast í betra samband við aðdáendur og gefa þeim kost á að vera í persónulegu sambandi við mig í gegnum FanSpace-ið á síðunni." „Fólk getur þá fylgst náið með mínu daglega lífi, talað við mig í gegnum life-chat kerfi, fengið ráð, séð nýjustu myndirnar mínar og fleira skemmtilegt." „Einnig er hægt að versla „fan-vörur" í búðinni á síðunni, downloada dagatölum og screensavers ásamt myndum og fleiru." „Síðan er aðallega ætluð fyrir Balkansskagann og USA til að byrja með þar sem stærstu aðdáendahóparnir eru. Síðan er ekki alveg tilbúin en verður í vinnslu smá saman næstu vikur. Það er hægt að versla núna vörur á síðunni í gegnum Paypal en fljótlega kemur svo venjulegt greiðslukerfi," útskýrir Ásdís.

Lífið

Slökkt á Leiðarljósi

Leikurum og öðru starfsfólki sem kemur að framleiðslu sjónvarpsþáttarins Leiðarljós hefur verið tilkynnt að framleiðslu á þættinum yrði hætt og slökkt yrði á Leiðarljósi þann 18. september næstkomandi. Þátturinn hefur verið sendur út í 72 ár, fyrst í útvarpi og svo í sjónvarpi.

Lífið

IDOL: Konan kasólétt - myndband

Meðfylgjandi má sjá viðtal sem tekið var við Georg Alexander eftir flutninginn baksviðs í Smáralindinni. Þar lýsir hann veikindum sínum þetta kvöld og það sem merkilegra er þá segir hann frá ástandi konunnar, Angelien Schalk, sem er gengin framyfir með fyrsta barnið þeirra. Mynd af henni má sjá í meðfylgjandi myndasafni (til hægri með ljóst hár svartklædd).

Lífið

Sveppi settur í einangrunarklefa á Litla-Hrauni

„Þetta var kannski of lítill tími til að finna það á eigin skinni hvernig það er að vera fangi en þetta er samt ekki eitthvað sem ég myndi vilja prófa,“ segir sjónvarpsmaðurinn Sverrir Þór Sverrisson. Hann fór ásamt samstarfsfélaga sínum Auðuni Blöndal á Litla-Hraun og kynnti sér hvernig lífið gengur sinn vanagang á bak við lás og slá.

Lífið

Prinsessan nýr sumarsmellur

Hljómsveitin Buff er þessa dagana að taka upp nýjan sumarsmell sem nefnist Prinsessan. Höfundur lags og texta er Dr. Gunni. „Gunni lét okkur fá lagið og bar undir okkur fyrir löngu síðan. Við vorum hrifnir af því strax,“ segir Hannes Friðbjarnarson. trommari í Buff um nýtt sumarlag sveitarinnar.

Lífið

Átta þúsund mótmæla ákvörðun RÚV

„Ég hef fullan skilning á þeirra reiði en ég vona líka að þeir sýni okkar aðstæðum skilning. Við vissum það, þegar ráðist var í þennan niðurskurð, að þetta myndi lenda á einhverjum og því miður bitnar þetta á þeim núna,“ segir Páll Magnússon útvarpstjóri. Honum þykir miður að geta ekki sýnt beint frá Söngkeppni framhaldsskólanna en bætir því við að menntskælingar séu ekki þeir einu sem þurfi að horfa á eftir uppáhaldi sínu.

Lífið

Aldrei fór ég suður í gröfuskemmu

„Þetta er fjórða húsið sem við erum í. Við höfum aldrei verið lengur en tvö ár á sama staðnum,“ segir Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, rokkstjóri hátíðarinnar Aldrei fór ég suður sem verður haldin á Ísafirði um páskana í sjötta sinn. Hálfdán og félagar hafa náð samkomulagi við verktakafyrirtækið KNH á Ísafirði um afnot af nýju húsnæði þess fyrir hátíðina.

Lífið

Leikfélag Sauðárkróks í kvikmyndum

Þegar kvikmyndafyrirtæki sækja út á land í tökur eru hæg heimatökin að leita til áhugamannafélaganna á svæðinu. Skagafjörður státar af elsta leikfélagi landsins á Króknum. Tvær kvikmyndir í fullri lengd verða að hluta teknar upp nyrðra á þessu vori. Kvikmyndafélagið Pegasus hefur verið á Sauðárkróki síðustu daga við æfingar og undirbúning vegna kvikmyndarinnar Roklands, sem byggir á samnefndri skáldsögu Hallgríms Helgasonar. Leikfélag Sauðárkróks hefur verið framleiðendum myndarinnar innan handar og lagt til leikara í ýmis aukahlutverk.

Lífið

Króna með fyrstu tónleikana

Birgir Örn Steinarsson hefur stofnað hljómsveitina Króna ásamt þeim Hjalta Jóni Sverrissyni úr Miri og Jóni Vali Guðmundssyni, sem einnig kemur fram sem Bubble Boy. Fyrstu tónleikar sveitarinnar verða annað kvöld í VIP-partíi á undan tónlistarhátíðinni Nokia on Ice í Listasafni Reykjavíkur.

Lífið

Haukur Ingi snýr aftur á Anfield

„Það verður gaman að koma á fornar slóðir,“ segir knattspyrnukappinn Haukur Ingi Guðnason sem snýr aftur á sinn gamla heimavöll Anfield Road um páskana til að sjá fyrrum félaga sína í Liverpool taka á móti Blackburn. Kærastan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir verður með í för.

Lífið

Cohen snýr aftur

Grínistinn Sacha Baron Cohen snýr aftur í sumar eftir mikla og umdeilda frægðarför sjónvarpsmannsins Borat frá Kasakstan. Að þessu sinni dregur Sasha upp úr hatti sínum hið samkynhneigða tískufrík Bruno.

Lífið

Innrás í Þýskaland

Ólafur Davíðsson, sendiherra, og Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri Útón, opnuðu formlega tónleikaröðina Norðrið í Admiralspalast í Berlín 10. mars síðastliðinn.

Lífið

Sérhæfður vefur fyrir bíladellumenn á Íslandi

Bíladellukarlar hafa fengið nýtt heimili í vefheimum, Racebook. „Ég hef alltaf verið með bíladellu,“ segir Ríkharður Brynjólfsson. Hann hefur ásamt Trond Eiksun og fyrirtæki Ríkarðs, Miðneti, undanfarið verið að setja upp fjölþættan vef sem sérstaklega er ætlaður bíladellumönnum.

Lífið

Burton þögull um Lísu í Undralandi

Súrealískur ævintýraheimur Lewis Carroll, Lísa í Undralandi, ratar brátt á hvíta tjaldið á nýjan leik. Og hver annar en meistari Tim Burton gæti leikstýrt þessu furðuverki.

Lífið

Fáir létu glepjast af aprílgabbi

„Nei, þeir voru ekki margir sem bitu á agnið, það komu kannski fimm og annar eins fjöldi spurðist fyrir um þetta í gegnum síma,“ segir Gísli Einarsson, eigandi myndasöguverslunarinnar Nexus.

Lífið

Snýr sér að umhverfisvernd

Nýjasta sólóplata gömlu kempunnar Neils Young, Fork in the Road, kemur út á þriðjudaginn. Umhverfis­vænir bílar eru umfjöllunar­efnið, en það hefur verið Young hugleikið í langan tíma.

Lífið

Stórtónleikar í sumar

Samtónn, samstarfsvettvangur tónlistarrétthafa, stendur fyrir verkefninu Íslenskt tónlistarsumar sem hefur verið sett á laggirnar. Er því ætlað að styrkja innviði og ímynd íslensks tónlistarlífs í því ölduróti sem hefur verið undanfarna mánuði. Af því tilefni stendur til að halda stórtónleika í Reykjavík snemma í sumar. Nákvæm tíma- og staðsetning hefur ekki verið ákveðin. Fleiri uppákomur eru einnig fyrirhugaðar í sumar.

Lífið

Listahátíð kynnt

Miðasala hófst á þrítugustu og níundu Listahátíð í Reykjavík í gær. Þá kynntu forráðakonur hátíðarinnar dagskrána í heild sinni en áður hafa birst nokkrar fréttir af atburðum á hátíðinni; tónleikum Deboruh Voight sem nú er uppselt á og Húslestra og Stofutónleikaröðum, viðburðum sem fara fram í heimahúsum.

Lífið

IDOL: Keppandi þarfnast kærustunnar - myndband

Meðfylgjandi má sjá óklippt viðtal sem Vísir tók við Árna Þór Ármannsson Idolkeppanda baksviðs í Smáralindinni síðasta föstudag. „Það er mjög gott að hafa kærustuna í salnum," segir Árni meðal annars þegar talið berst að kærustunni hans.

Lífið

Stressaður IDOLkeppandi - myndband

„Já svolítið. Ég var svolítið stressuð aðallega fyrir laginu sjálfu. Maður bara leggur alltaf 100% í þetta það er bara misjafnt í hvaða jarðveg það fellur," svaraði Guðrún Lísa Einarsdóttir eftir að hún söng lagið Hot´n Cold í Smáralindinni síðasta föstudag. Á facebooksíðu Fólks í fréttum má sjá viðtalið við Lísu í heild sinni. Þar svarar hún gagnrýni Björns Jörundar að hún væri eins og slöpp appelsínuhúð? Idolsíðan.

Lífið

IDOL: Jón virðist aldrei fíla mig - myndband

„Jón hann einhvernveginn virðist aldrei fíla mig nema núna. Ég var svo mikill lúði fyrir hann," segir Alexandra Elfa Björnsdóttir baksviðs í Smáralindinni síðasta föstudag aðspurð hvaða dómari fer í taugarnar á henni. Sjá má Alexöndru í meðfylgjandi myndskeiði.

Lífið

Ættleiddur sonur Madonnu hittir blóðföður

Fyrr í þessari viku flaug Madonna, 50 ára, til Malaví ásamt þremur börnum hennar Lourdes, Rocco og David Banda. Madonna leitast við að ættleiða 4 ára stúlku sem ber heitið Chifundo Mercy James. Samkvæmt AP fréttastofunni, lést 18 ára móðir Chifundo Mercy stuttu eftir að hún fæddist. Faðir stúlkunnar er á lífi en hefur nánast engin samskipti við barnið. Madonna og David voru mynduð þegar þau heimsóttu blóðfaðir hans í fyrsta skipti síðan hann flutti frá Malaví árið 2006 þegar Madonna tók hann að sér.

Lífið

Með pinna í tungunni eins og mamma - myndband

„Mamma er með pinna í tungunni og ég ákvað að vera jafnkúl og hún," segir Idolkeppandinn Hrafna Hanna Elísa Herbertsdóttir aðspurð um pinnann sem hún er með í tungunni. Tunguskrautið má skoða betur í meðfylgjandi myndskeiði sem var tekið baksviðs í Smáralindinni á föstudaginn eftir að Hrafna söng lagið Warwick Avenue.

Lífið

Idol-lærlingar Einars Bárðar dottnir út

„Já, þetta er rétt, enginn af mínum nemendum er eftir,“ segir Einar Bárðarson, umboðsmaður Íslands. Einar hélt sérstök Idol-námskeið áður en inntökuprófin fyrir þennan vinsæla sjónvarpsþátt voru haldin á Nordica. Þar gátu áhugasamir keppendur fræðst um hina og þessa taktík sem nauðsynlegt væri að hafa á takteinum til að komast í gegnum síuna. En þegar Georg Alexender lauk keppni á föstudag höfðu lærlingar Einars hins vegar sungið sitt síðasta í sjónvarpinu og keppninni.

Lífið

Söngkeppni framhaldsskólanna of dýr fyrir RÚV

RÚV mun ekki sýna beint frá söngkeppni framhaldsskólanna í ár. Að sögn Þórhalls Gunnarssonar, dagskrárstjóra RÚV, er þetta einfaldlega hluti af þeim niðurskurðaraðgerðum sem Sjónvarpið þurfti að grípa til í ár. „Við tökum auðvitað upp þráðinn á næsta ári en þetta er því miður eitthvað sem við ráðum ekki við eins og málin standa í dag.“

Lífið

Úr Smáfuglum yfir í Rómeó

„Ég hlakka rosalega til. Þetta verður örugglega alveg æðislegt,“ segir Atli Óskar Fjalarsson, sem leikur Rómeó í uppfærslu leikfélags Borgarholtsskóla á Rómeó og Júlíu eftir William Shakespeare.

Lífið

Mannlíf frestast vegna viðkvæms forsíðuefnis

„Nei, það er vont að tala um hvað verður á forsíðunni svona löngu áður en blaðið kemur. Við erum þjófhræddir. Við frestuðum útgáfu blaðsins um viku vegna þess hversu viðkvæmt þetta efni er,“ segir Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs.

Lífið

Vorstemning á Nasa

„Það var alveg troðfullt og mikið af erlendum blaðamönnum út af HönnunarMars, svo það hentaði vel að hafa þetta sem part af því,“ segir Guðmundur Jörundsson fatahönnunarnemi um sýningu annars árs nema við Listaháskóla Íslands á Nasa síðastliðið föstudagskvöld. Tíu nemendur sýndu hönnun sína fyrir fullu húsi á Nasa og virtust gestir kvöldsins kunna vel að meta afraksturinn. alma@frettabladid.is

Lífið