Lífið

Burton þögull um Lísu í Undralandi

Burton í Undralandi Tim Burton vinnur nú að gerð myndarinnar Lísu í Undralandi sem byggð er á samnefndri sögu Lewis Carroll. Johnny Depp er að venju í stóru hlutverki.
Burton í Undralandi Tim Burton vinnur nú að gerð myndarinnar Lísu í Undralandi sem byggð er á samnefndri sögu Lewis Carroll. Johnny Depp er að venju í stóru hlutverki.

Súrealískur ævintýraheimur Lewis Carroll, Lísa í Undralandi, ratar brátt á hvíta tjaldið á nýjan leik. Og hver annar en meistari Tim Burton gæti leikstýrt þessu furðuverki.

Burton er þögull sem gröfin um hvernig myndin mun líta út en þrívídd og tölvugrafík eru þó talin eiga að leika lykilhlutverk í þessari kvikmyndaútfærslu. Burton ræddi stuttlega við Empire-kvikmyndatímaritið um gerð myndarinnar þegar tímaritið útnefndi þá bestu á árlegri verðlaunahátíð sinni. Eina haldbæra svarið frá Burton var: „Djúpt niður í kanínuholuna.“ Burton virtist ekki einu sinni sjálfur vera viss um hvernig endanlegt útlit yrði, sagðist bara njóta þess að búa til jafn dýra mynd og Lísa í Undralandi verður. „Sú staðreynd gefur mér tækifæri til að prófa mig aðeins áfram.“

Burton er þó samur við sig þegar kemur að leikaravali því Johnny Depp kemur að sjálfsögðu fyrir. Burton hefur varla mátt hreyfa kvikmyndatökuvél án þess að Depp komi nærri með einum eða öðrum hætti. Leikarinn verður í hlutverki brjálaða hattarans en meðal annarra góðkunningja Burtons má nefna eigin­konuna Helenu Bonham-Carter. Þá fer Stephen Fry með stórt hlutverk í myndinni, en hin tvítuga Mia Wasikowska leikur Lísu. Reiknað er með að myndin verði frumsýnd í apríl á næsta ári.- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.