Lífið

Leikfélag Sauðárkróks í kvikmyndum

leikfélag Sauðárkróks - Rokland
leikfélag Sauðárkróks - Rokland

Þegar kvikmyndafyrirtæki sækja út á land í tökur eru hæg heimatökin að leita til áhugamannafélaganna á svæðinu. Skagafjörður státar af elsta leikfélagi landsins á Króknum. Tvær kvikmyndir í fullri lengd verða að hluta teknar upp nyrðra á þessu vori. Kvikmyndafélagið Pegasus hefur verið á Sauðárkróki síðustu daga við æfingar og undirbúning vegna kvikmyndarinnar Roklands, sem byggir á samnefndri skáldsögu Hallgríms Helgasonar. Leikfélag Sauðárkróks hefur verið framleiðendum myndarinnar innan handar og lagt til leikara í ýmis aukahlutverk.

Það var éljagangur og norðangarri sem mætti leikurum og kvikmyndafólki á Nöfum ofan við Krókinn um hádegisbil á mánudag þegar fram fóru æfingar vegna jarðarfarar móður aðalsögupersónunnar Bödda, sem Ólafur Darri leikur. Leikfélag Sauðárkróks, sem heldur upp á 120 ára afmæli sitt í ár, útvegaði til jarðarfararinnar allnokkurn fjölda eldri leikara. Nokkrir þeirra leikara sem þar voru eiga að baki áratuga leikferil með LS, en hafa lítið leikið síðustu misserin. Þeir stíga nú aftur á svið eftir alllangt hlé, en auk þess að leika í Roklandi munu nokkur þeirra leika í afmælisleikriti LS Frá okkar fyrstu kynnum – 120 ár í sögu leikfélags. Það er Jón Ormar Ormsson sem leikstýrir leikritinu, sem verður frumsýnt á Sæluviku 26. apríl næstkomandi. Og í júní verða atriði úr nýrri mynd Friðriks Þórs, Mömmu Gógó tekin í Skagafirðinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.