Lífið

Slökkt á Leiðarljósi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ellen Wheeler tekur við Emmy verðlaunum fyrir þáttinn. Mynd/ AFP.
Ellen Wheeler tekur við Emmy verðlaunum fyrir þáttinn. Mynd/ AFP.

Leikurum og öðru starfsfólki sem kemur að framleiðslu sjónvarpsþáttarins Leiðarljós hefur verið tilkynnt að framleiðslu á þættinum yrði hætt og slökkt yrði á Leiðarljósi þann 18. september næstkomandi. Þátturinn hefur verið sendur út í 72 ár, fyrst í útvarpi og svo í sjónvarpi.

„Það er ótrúlegt að geta verið í loftinu í meira en sjö áratugi og það verður mjög erfitt fyrir okkur sem störfum að þættinum að kveðja," segir Ellen Wheeler aðalframleiðandi í yfirlýsingu sem vefmiðillinn Soap Opera Digest birtir.

„Ég er mjög stolt af öllu því sem við höfum verið að gera, þar á meðal sögunum sem við segjum, samfélagsþjónustunni sem við höfum sinnt með Finndu ljósið og nýja framleiðslulíkaninu okkar. Þetta sýnir að við eigum mikla sögu, dásamlega aðdáendur og mér finnst það mikill heiður að vera hluti af goðsögninni Leiðarljós," segir Wheeler.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.