Lífið

Innrás í Þýskaland

Ólafur Davíðsson, sendiherra, og Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri Útón, opnuðu formlega tónleikaröðina Norðrið í Admiralspalast í Berlín 10. mars síðastliðinn.

Kom það í hlut tónlistarmannsins Lay Low að koma fram á þessum fyrstu tónleikum Norðursins og kom hún einnig fram kvöldið eftir á tónleikum í Köln.

Norðrið er heitið á tónleikaröð sem Útón hefur skipulagt í Þýskalandi nú á árinu 2009 með það fyrir augum að styðja við sókn íslenskra tónlistarmanna inn á þýskan tónlistar­markað og nýta þau tækifæri og þann áhuga sem til staðar er í Þýskalandi. Með þessu er enn frekar byggt á því sem þegar hefur áunnist með þátttöku íslenskra tónlistarmanna á Popkomm kaupstefnunni sem haldin er árlega í Berlín og er ein af stærri tónlistar­kaupstefnum í Evrópu.

Útón hefur þegar auglýst eftir listamönnum sem áhuga hafa á að koma fram innan verkefnisins og eru listamennirnir valdir í samvinnu við tónleikahaldara og samstarfsaðila í Þýskalandi. Næstu tónleikar verða í apríl og verður hljómsveitin Mammút kynnt í það skiptið. Verkefnið er unnið með stuðningi Iceland Express, Admiralspalast, Útflutningsráðs, Visit Reykjavik, menntamála­ráðuneytis, utanríkisráðuneytis, sendiráðs Íslands í Berlín og verkefnisins Sagenhaftes Island.- pbb










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.