Lífið

Sérhæfður vefur fyrir bíladellumenn á Íslandi

Ríkharður Brynjólfsson hefur sett upp vef sem nær yfir nánast allt sem tengist bílum og bílasporti.fréttablaðið/gva
Ríkharður Brynjólfsson hefur sett upp vef sem nær yfir nánast allt sem tengist bílum og bílasporti.fréttablaðið/gva

Bíladellukarlar hafa fengið nýtt heimili í vefheimum, Racebook.

„Ég hef alltaf verið með bíladellu,“ segir Ríkharður Brynjólfsson. Hann hefur ásamt Trond Eiksun og fyrirtæki Ríkarðs, Miðneti, undanfarið verið að setja upp fjölþættan vef sem sérstaklega er ætlaður bíladellumönnum.

Vefurinn heitir Racebook og er byggður upp á svipaðan hátt og Facebook sem margir þekkja. „Nema, það er gegnumgangandi þetta áhugamál: Allt sem viðkemur bílum og bílasporti. Okkur fannst bílavefir á landinu vera frekar aftarlega á merinni tæknilega séð,“ segir Ríkharður. Vefurinn var nýverið settur í loftið og eru þegar komir hátt í tvö hundruð skráðir notendur.

„Dellukarlar geta gert sér „prófíl“, verið með mynd af bílnum sínum, albúm, geta tekið þátt í spjalli, sett inn vídeó, bloggað líka, menn geta verið með sitt eigið blogg, þarna eru fréttir og linkar,“ segir Ríkharður. Viðtökurnar hafa verið góðar en þá vantar að komast í samband við virka þátttakendur og áhugafólk í öllum greinum mótorsports. Viðburðakerfi eru á síðunni en þar geta meðlimir skráð viðburði svo sem keppnir, bílasýningar og slíkt.

„Okkur fannst bílavefir á landinu vera frekar aftarlega á merinni tæknilega. Og viljum gjarnan ná utan um þetta samfélag. Face­book er búið að afgreiða hitt, það er að vera ekki með neitt þema. En þarna geta menn myndað sambönd og tengsl við þá sem hafa nákvæmlega sama áhugamálið.“

Vefurinn sem Ríkharður og Trond hafa hannað er svo þannig að hægt er að yfirfæra þetta á önnur áhugamál og ná að mynda samfélög. Til dæmis gæludýraeigendur, tónlistaráhugafólk og svo framvegis. „Það yrði þá ótengd síða og sjálfstæð,“ segir Ríkharður.

jakob@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.