Cohen snýr aftur 2. apríl 2009 04:45 Grínistinn Sacha Baron Cohen snýr aftur í sumar eftir mikla og umdeilda frægðarför sjónvarpsmannsins Borat frá Kasakstan. Að þessu sinni dregur Sasha upp úr hatti sínum hið samkynhneigða tískufrík Bruno. Líkt og búast mátti við er myndin um Bruno þegar farin að vekja mikla athygli þrátt fyrir að hún verði ekki frumsýnd fyrr en 10. júlí í Bandaríkjunum. Samkvæmt kvikmyndatímaritinu Variety hefur bandaríska kvikmyndaeftirlitið sett svokallaðan NC-17 stimpil á myndina, sem þýðir að hún er bönnuð yngri en sautján ára. Framleiðendur myndarinnar höfðu vonast eftir að hún fengi R-stimpilinn, þá fengi fólk yngra en sautján ára að fara á myndina í fylgd með fullorðnum. Sum atriði myndarinnar þóttu víst aðeins of „kynferðisleg“ að mati siðapostulanna í Ameríku. Samkvæmt Variety eru aðstandendur myndarinnar sestir við klippiborðið aftur og ætla að finna lausn á þessum vandræðum, enda gæti stimpillinn skipt máli þegar kemur að miðasölu. Endanleg útgáfa ætti því að hljóta náð fyrir augum kvikmyndaeftirlitsins. Hinum eyddu senum verður þó eflaust haldið til haga fyrir DVD-útgáfuna. Bruno fæddist í þáttum Cohens, Ali G, sem sýndir voru á RÚV við miklar vinsældir. Hann er austurrískur tískusjónvarpsmaður og fær viðmælendur sína til að velja á milli tveggja svara sem samræmast á engan hátt spurningum Bruno. Og tilgangurinn helgar meðalið, Bruno á að sýna í hve litlum tengslum tískubransinn er við raunveruleikann. Tvær kvikmyndir, byggðar á persónum úr þáttunum, hafa þegar verið gerðar: Ali G Indahouse og áðurnefnd Borat. Fyrri myndin náði engu flugi þótt Ali G sjálfur njóti mikillar hylli. Borat náði hins vegar hæstu hæðum enda gerði Sacha þar ómælt grín að fáfræði Vesturlandabúa og fordómum gagnvart framandi löndum á borð við Kasakstan. Reyndar voru vinsældir Borat það miklar að stóru kvikmyndaverin í Hollywood háðu hatrammra baráttu um að tryggja sér kvikmyndaréttinn að myndinni um Bruno. Talið er að Universal hafi þurft að seilast ansi djúpt í vasa sína til að töfra fram þær 42 milljónir dollara eða 5 milljarða íslenskra króna sem rétt nægðu til að skjóta Dreamworks, Sony og 20th Century Fox ref fyrir rass í kapphlaupinu. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Grínistinn Sacha Baron Cohen snýr aftur í sumar eftir mikla og umdeilda frægðarför sjónvarpsmannsins Borat frá Kasakstan. Að þessu sinni dregur Sasha upp úr hatti sínum hið samkynhneigða tískufrík Bruno. Líkt og búast mátti við er myndin um Bruno þegar farin að vekja mikla athygli þrátt fyrir að hún verði ekki frumsýnd fyrr en 10. júlí í Bandaríkjunum. Samkvæmt kvikmyndatímaritinu Variety hefur bandaríska kvikmyndaeftirlitið sett svokallaðan NC-17 stimpil á myndina, sem þýðir að hún er bönnuð yngri en sautján ára. Framleiðendur myndarinnar höfðu vonast eftir að hún fengi R-stimpilinn, þá fengi fólk yngra en sautján ára að fara á myndina í fylgd með fullorðnum. Sum atriði myndarinnar þóttu víst aðeins of „kynferðisleg“ að mati siðapostulanna í Ameríku. Samkvæmt Variety eru aðstandendur myndarinnar sestir við klippiborðið aftur og ætla að finna lausn á þessum vandræðum, enda gæti stimpillinn skipt máli þegar kemur að miðasölu. Endanleg útgáfa ætti því að hljóta náð fyrir augum kvikmyndaeftirlitsins. Hinum eyddu senum verður þó eflaust haldið til haga fyrir DVD-útgáfuna. Bruno fæddist í þáttum Cohens, Ali G, sem sýndir voru á RÚV við miklar vinsældir. Hann er austurrískur tískusjónvarpsmaður og fær viðmælendur sína til að velja á milli tveggja svara sem samræmast á engan hátt spurningum Bruno. Og tilgangurinn helgar meðalið, Bruno á að sýna í hve litlum tengslum tískubransinn er við raunveruleikann. Tvær kvikmyndir, byggðar á persónum úr þáttunum, hafa þegar verið gerðar: Ali G Indahouse og áðurnefnd Borat. Fyrri myndin náði engu flugi þótt Ali G sjálfur njóti mikillar hylli. Borat náði hins vegar hæstu hæðum enda gerði Sacha þar ómælt grín að fáfræði Vesturlandabúa og fordómum gagnvart framandi löndum á borð við Kasakstan. Reyndar voru vinsældir Borat það miklar að stóru kvikmyndaverin í Hollywood háðu hatrammra baráttu um að tryggja sér kvikmyndaréttinn að myndinni um Bruno. Talið er að Universal hafi þurft að seilast ansi djúpt í vasa sína til að töfra fram þær 42 milljónir dollara eða 5 milljarða íslenskra króna sem rétt nægðu til að skjóta Dreamworks, Sony og 20th Century Fox ref fyrir rass í kapphlaupinu. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira