Lífið

Spurningakeppni fjölmiðla á Bylgjunni þetta árið

Logi Bergmann Eiðsson stjórnar spurningakeppni fjölmiðla á Bylgjunni páskahelgina framundan.
Logi Bergmann Eiðsson stjórnar spurningakeppni fjölmiðla á Bylgjunni páskahelgina framundan.

„Þetta er þannig að keppnin er búin að vera á Ríkisútvarpinu en þeir ákváðu að hafa hana ekki núna og þess vegna var smá þrýstingur á okkur að halda þessu lifandi og við stukkum á það bara," svarar Logi Bergmann Eiðsson spyrill um árlega spurningakeppni fjölmiðla á Íslandi sem fram fer á Bylgjunni um páskana.

„Þetta er mjög hefðbundið. Allir helstu fjölmiðlar landsins keppa. Tveir í hverju liði og svo er útsláttarfyrirkomulag. Þetta er mjög staðlað form myndi ég segja," segir Logi.

„Það er mikill stemmari og nú er verið að djöflast í spurningunum."

Semur þú spurningarnar? „Já ég fer létt með það með hjálp frá hinum og þessum. Þetta verða margar spurningar og við viljum setja okkar stíl á þetta," segir Logi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.