Lífið

Adam vill ekki fleiri gjafir

Í síðustu tónleikaferð fékk Adam Lambert fjölda gjafa sem hann vissi ekkert hvað hann átti að gera við. Nú hvetur hann aðdáendur sína til að láta fé af hendi rakna til góðgerðarmála.

Lífið

Laminn á karókíbar í Glasgow vegna naglalakks

Auglýsingaplakat með Benna Hemm Hemm og Skotanum Alasdair Roberts vegna tónleika þeirra á Listahátíð í Reykjavík hefur vakið athygli í strætóskýlum borgarinnar. Myndin á plakatinu var tekin í Glasgow og þar skartar Alasdair myndarlegu glóðarauga.

Lífið

Jón Gnarr hættir í Borgarleikhúsinu með sms

„Við höfum rætt óformlega saman, í sms-skeytasendingum. Ég býst nú við því að ég ljúki þessu frá og með deginum í dag [í gær],“ segir Jón Gnarr. Hann hefur sagt starfi sínu sem hirðskáld Borgarleikhússins lausu eftir að hann var kjörinn í borgarstjórn, enda óeðlilegt að hann þiggi tvöföld laun frá Reykjavíkurborg.

Lífið

Enn ein ástæðan til að hata U2

New York-sveitin Interpol hefur hætt við fjölda tónleika sem voru fyrirhugaðir í Bandaríkjunum. Það var gert í kjölfarið á því að U2 neyddist til að fresta tónleikum vegna bakaðgerðar Bono.

Lífið

Yfirvofandi verðlaunað í keppni útvarpsleikhúsa

Um helgina voru tilkynnt úrslit í keppni útvarpsleikhúsa á Norðurlöndunum um besta útvarpsleikverkið. Hlaut Útvarpsleikhúsið – RÚV önnur verðlaun fyrir Yfirvofandi eftir Sigtrygg Magnason í leikstjórn Bergs Þórs Ingólfssonar og með frumsaminni tónlist Úlfs Eldjárns.

Lífið

Einar Már fær tíu þúsund danskar

Tilkynnt var í liðinni viku að rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson hlyti viðurkenningu úr minningasjóði danska rithöfundarins og róttæklingsins Carls Scharnberg. Verðlaunin hlýtur Einar fyrir ritstörf sín og virka þátttöku í samfélagsumræðu.

Lífið

Hans klaufi í Elliðaárdalnum

Leikhópurinn Lotta frumsýndi fjölskylduleiksýninguna Hans klaufa í Elliðaárdalnum á laugardag. Þetta er fjórða sumarið sem Leikhópurinn Lotta tekur sig til og setur upp barnasýningu utandyra.

Lífið

Ólafur F. skrifar ævisögu sína

„Það er siðferðisleg skylda mín að segja mína sögu. Hvort það verður á þessu ári eða því næsta, í bókaformi eða á einhvern annan hátt verður bara að koma í ljós. Ég á allavega mikið af heimildum í mínum fórum sem hafa ekki áður komið fram,“ segir Ólafur F. Magnússon, læknir og fráfarandi borgarfulltrúi.

Lífið

Hvað er eiginlega The Wire?

Jón Gnarr, formaður Besta flokksins, hefur sett það sem skilyrði að samstarfsmenn sínir í borgarstjórn hafi horft á sjónvarpsþáttaröðina The Wire. En hvers konar þættir eru þetta eiginlega?

Lífið

Guðjón Bergmann kveður Ísland

Vísi hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Guðjóni Bergmann: „Þann 1.júlí næstkomandi mun Guðjón Bergmann flytja af landi brott með fjölskyldu sinni til frambúðar ...“

Lífið