Lífið

Céline Dion ólétt af tvíburum eftir tæknifrjóvgun

Hér er fjölskyldan á mynd sem er tekin fyrir tveimur árum.
Hér er fjölskyldan á mynd sem er tekin fyrir tveimur árum. Mynd/AFP
Söngkonan Céline Dion, sem er 42 ára, og eiginmaður hennar, René Angelil, sem er 68 ára, eiga von á tvíburum eftir áramót.

Hjónin hafa reynt að eignast barn í nokkurn tíma. Hún varð ólétt í sjöttu tæknifrjóvguninni sem hún fór í. Þá var hún búin að stunda nálarstungumeðferð til að auka líkurnar á frjóvgun. Hún er komin 14 vikur á leið og fær að vita kyn barnanna í næsta mánuði.

Hjónin eru himinlifandi yfir fréttunum enda eru rétt rúmir sex mánuðir frá því að Céline missti fóstur. „Við erum í skýjunum. Céline vonast eftir heilbrigðri meðgöngu. Hún óskaði sér að eignast barn og þær fréttir um að börnin séu tvö er tvöföld blessun!" sagði René í viðtali við tímaritið People.

Hjónin eiga einn son saman, hinn níu ára René-Charles. Þegar söngkonan missti fóstur í nóvember tilkynntu þau strax að þau myndu halda áfram að reyna að eignast annað barn vegna sonarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.