Lífið

Stökk fram af Eiffell-turninum á línuskautum

Khris sagðist aldrei á ævinni hafa fengið jafnmikið adrenalínkikk, þó hefur hann reynt ýmislegt.
Khris sagðist aldrei á ævinni hafa fengið jafnmikið adrenalínkikk, þó hefur hann reynt ýmislegt.

Þúsundir Parísarbúa söfnuðust saman fyrir neðan Eiffell-turninn í blíðskaparveðri á laugardaginn.

Þar fylgdust þau með franska ofurhuganum Taïg Khris setja nýtt heimsmet með því að stökkva fram af neðstu hæð turnsins og lenda á línuskautunum sínum.



Taïg Khris stökk úr 40 metra hæð og sveif í 12,5 metra í frjálsu falli.
Khris er enginn nýgræðingur í íþróttinni. Hann er 34 ára gamall, heimsmeistari á línuskautum og meistari á X-Games.

„Ég er búinn að undirbúa þetta í tvö ár. Andvökunæturnar eru margar. Það er mjög svalt að þetta skyldi takast. Ég hef aldrei fengið svona mikið adrenalínkikk," sagði hann eftir stökkið.

Khris stökk úr 40 metra hæð og sveif í 12,5 metra áður en hann byrjaði að snerta rampinn sem byggður hafði verið fyrir neðan. Fyrra heimsmetið var 8,53 metrar af frjálsu falli en það átti Bandaríkjamaðurinn Danny Way.

Hér má sjá myndband af stökkinu á laugardaginn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.