Þjóðverjar springa úr stolti - fjórar borgir slást um Eurovision Tinni Sveinsson skrifar 31. maí 2010 20:17 Þjóðverjar flögguðu fánanum sínum eins og brjálæðingar í fyrsta skipti í tugi ára eftir sigurinn í Eurovision. Berlín, Hannover, Köln og Hamborg vilja allar halda Eurovision á næsta ári. „Við ætlum að halda fullkomna keppni,“ segir Lutz Marmor hjá ARD, þýska ríkisútvarpinu. Þjóðverjar eru í skýjunum yfir sigri Lenu Meyer-Landrut. Víða um landið fór fólk út á götu og veifaði fánum, skaut upp flugeldum og þeytti bílflautur eftir sigurinn. „Þýskaland, Evrópa elskar ykkur!“ stóð á forsíðu danska blaðsins BT í gær og það fór ekki framhjá Þjóðverjum. Þegar Lena mætti til Hannover í gær biðu hennar tugþúsundir manna. „Þið eruð klikk! Það er rigning, farið inn!“ sagði Lena í gjallarhorn sem hún tók af lögreglumanni. Ríkisstjórinn mætti með risablómvönd handa henni og Angela Merkel sendi sérstaka stuðkveðju. Þjóðverjar hafa allt frá seinni heimsstyrjöld skammast sín fyrir þjóðernisrembing og hefur hann eiginlega verið bannaður. Nú leyfðu þeir sér aftur á móti að veifa fánunum og þótti flestum það frelsandi. Margir gæla einnig við þá tilhugsun að þetta sé góðs viti og landið vinni einnig HM í Suður-Afríku. Þýska ríkisútvarpið, ARD, og EBU, sem heldur Eurovision, munu nú ákveða hvaða borg hentar best til þess að halda keppnina. Líklegt þykir að það verði Hamborg þar sem þýska undankeppnin er jafnan haldin. Hin þýska Lena er á toppi vinsældalistans í Þýskalandi með sigurlagið Satellite og nýja platan hennar selst eins og heitar lummur. Þá eru margir byrjaðir að heimta það að hún keppi aftur að ári og verji titilinn. Þessa uppástungu kom sjálfur framkvæmdastjóri þýsku keppninnar með en ekki er víst að hún gangi eftir. Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira
Berlín, Hannover, Köln og Hamborg vilja allar halda Eurovision á næsta ári. „Við ætlum að halda fullkomna keppni,“ segir Lutz Marmor hjá ARD, þýska ríkisútvarpinu. Þjóðverjar eru í skýjunum yfir sigri Lenu Meyer-Landrut. Víða um landið fór fólk út á götu og veifaði fánum, skaut upp flugeldum og þeytti bílflautur eftir sigurinn. „Þýskaland, Evrópa elskar ykkur!“ stóð á forsíðu danska blaðsins BT í gær og það fór ekki framhjá Þjóðverjum. Þegar Lena mætti til Hannover í gær biðu hennar tugþúsundir manna. „Þið eruð klikk! Það er rigning, farið inn!“ sagði Lena í gjallarhorn sem hún tók af lögreglumanni. Ríkisstjórinn mætti með risablómvönd handa henni og Angela Merkel sendi sérstaka stuðkveðju. Þjóðverjar hafa allt frá seinni heimsstyrjöld skammast sín fyrir þjóðernisrembing og hefur hann eiginlega verið bannaður. Nú leyfðu þeir sér aftur á móti að veifa fánunum og þótti flestum það frelsandi. Margir gæla einnig við þá tilhugsun að þetta sé góðs viti og landið vinni einnig HM í Suður-Afríku. Þýska ríkisútvarpið, ARD, og EBU, sem heldur Eurovision, munu nú ákveða hvaða borg hentar best til þess að halda keppnina. Líklegt þykir að það verði Hamborg þar sem þýska undankeppnin er jafnan haldin. Hin þýska Lena er á toppi vinsældalistans í Þýskalandi með sigurlagið Satellite og nýja platan hennar selst eins og heitar lummur. Þá eru margir byrjaðir að heimta það að hún keppi aftur að ári og verji titilinn. Þessa uppástungu kom sjálfur framkvæmdastjóri þýsku keppninnar með en ekki er víst að hún gangi eftir.
Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira