Lífið

Lestur skýrslunnar gæti fengið Grímuna

Tinni Sveinsson skrifar
Lestur Borgarleikhússins á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur til greina til áhorfendaverðlauna Grímunnar.
Lestur Borgarleikhússins á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur til greina til áhorfendaverðlauna Grímunnar.

Almenningur getur nú kosið um þá sýningu sem þeim fannst bera af á leikárinu 2009-10 á síðunni griman.is. Hætt er við því að einhverjir fái valkvíða þar sem aldrei fleiri verk, eða 90 talsins, hafa komið til greina.

Sýningin sem fær flest atkvæði á netinu hlýtur áhorfendaverðlaunin 2010 og meðal þeirra verka sem koma til greina er lestur leikara Borgarleikhússins á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Meðal fyrri verðlaunahafa áhorfendaverðlaunanna eru Fló á skinni, Hafið bláa, Oliver! hjá Leikfélagi Akureyrar og Sellófón.

Tilnefningar til Grímuverðlaunanna verða kynntar næstkomandi föstudag en hátíðin sjálf er haldin í Þjóðleikhúsinu 16. júní. Árið hefur verið gott í leikhúsunum og aðsóknarmet hafa fallið víða á leikárinu. Aldrei hafa fleiri verk komið til álita til Grímuverðlauna. Þar af eru 7 útvarpsverk, 26 dansverk, 50 almennar sýningar og 13 leiksýningar ætlaðar börnum og/eða unglingum. Við verkin störfuðu yfir eitt þúsund listamenn.

Hér er hægt er að kjósa um sýningu ársins.

Hér er hægt að hala niður Borgarleikhúslestrinum á skýrslunni ókeypis á hljóðbókarformi hjá Blindrabókasafni Íslands.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.