Lífið

Gaga svaf á bílastæði - sendi staffið upp á hótel

Fáir komast með tærnar þar sem Gaga er með hælana í undarlegheitum.
Fáir komast með tærnar þar sem Gaga er með hælana í undarlegheitum.
Söngkonan Lady Gaga ferðast nú um Bretland og berast því fjöldi frétta af barferðum og undarlegri hegðun hennar þaðan. Á laugardagsnótt keyrði föruneyti hennar til að mynda til London eftir vel heppnaða tónleika í Birmingham.

Þar átti föruneytið pantaðar lúxussvítur á Dorchester hótelinu. Þegar búið var að ferja töskurnar úr rútunni og upp á herbergi neitaði Gaga aftur á móti að fara úr rútunni. Hún heimtaði að vera í henni um nóttina þannig að bílstjórinn neyddist til að leggja rútunni fyrir utan stórverslun og læsa á eftir sér.

„Þetta var mjög skrýtið," sagði einn hótelstarfsmanna. „Þau ferjuðu allar fínu töskurnar hennar, svona 20 talsins, upp á herbergi. Klukkan var þrjú um nótt. 15 mínútum seinna fór ökumaðurinn og einn öryggisvörður aftur upp í rútuna og þau keyrðu burt. Þau lögðu við hliðina á rútunni hennar Aliciu Keyes, sem var á hótelinu sömu nótt."

Sjö tímum seinna renndi flottur Mercedes upp að rútunni og inn fóru þjónar með morgunverð. Gaga fór síðan í hljóðver og eyddi deginum þar.

Hér er Lady Gaga að kynna Monster-heyrnatólalínuna sína.
Hér kynnir hún myndavélalínu sína og Polaroid.
Hún kveikir í píanóinu.
Á Glastonbury-tónlistarhátíðinni í fyrra.
Elísabet drottning og Lady Gaga eiga ágætlega saman.
Hér er hún á tónleikum í Japan um daginn.
Í þýska þættinum Wetten Das?
Í heimsókn í Jerúsalem í fyrra.
Með slúðurkónginum/drottningunni Perez Hilton.
Gaga og Dr. Dre hafa unnið saman.
Tekur lagið á MTV-hátíðinni. Þetta kvöld skipti hún þrisvar um dress.
Búningur tvö á MTV-verðlaunahátíðinni.
Búningur þrjú á MTV-verðlaunahátíðinni.
Svo skipti hún í aðeins þægilegri föt fyrir eftirpartý eftir MTV-hátíðina.
Hér syngur hún fyrir Obama forseta í góðgerðaveislu.
Tónleikar í Þýskalandi.

Tengdar fréttir

Oprah bjargaði Lady Gaga í kjólaveislu ársins

Svakaleg dramatík varð í árlegri fjármögnunarveislu Metropolitan-safnsins um helgina þegar söngkonan Lady Gaga læsti sig inni í búningsherbergi og neitaði að koma út.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.