Lífið

Enn ein ástæðan til að hata U2

Interpol hefur neyðst til að hætta við fjölda tónleika vegna bakaðgerðar Bono, söngvara U2.
Interpol hefur neyðst til að hætta við fjölda tónleika vegna bakaðgerðar Bono, söngvara U2.
New York-sveitin Interpol hefur hætt við fjölda tónleika sem voru fyrirhugaðir í Bandaríkjunum. Það var gert í kjölfarið á því að U2 neyddist til að fresta tónleikum vegna bakaðgerðar Bono. Interpol átti að hita upp fyrir U2, en hafði skipulagt fjölda tónleika víða um Bandaríkin í kringum tónleikaferðina. Hætt hefur verið við þessa tónleika.

Interpol kemur því aðeins fram á fjórum tónleikum í Bandaríkjunum áður en hljómsveitin heldur til Evrópu í haust. Þar til annað kemur í ljós.

Ný plata er væntanleg frá Interpol, en hún fylgir eftir Our Love to Admire sem kom út árið 2007. Carlos Dengler, bassaleikari hljómsveitarinnar, sagði nýlega skilið við félaga sína, en óvíst er hver plokkar bassann með Interpol í sumar.

- afb


Tengdar fréttir

Bono óttaðist að enda í hjólastól

Hinn bakveiki Bono, söngvari U2, dró það mjög á langinn að fara til læknis áður en hann loksins lét verða af því. Þegar honum var sagt hversu alvarleg bakmeiðsli væru komst hann í mikið uppnám og óttaðist að enda í hjólastól.

Bono skorinn upp á mænunni

Söngvarinn Bono er nú staddur á einkasjúkrahúsi í München í Þýskalandi þar sem færustu taugaskurðlæknar sem í boði eru skáru upp bakið á honum.

Bono: Ég er í rusli

Bono skrifar að hann sé í rusli og að U2 hafi samið nýtt lag fyrir Glastonbury-tónleikana en auk þeirra hefur verið hætt við 16 tónleika í Bandaríkjunum.

Gorillaz bjarga Bono-veseni Glastonbury

Framkvæmdastjóri Glastonbury tilkynnti rétt í þessu að það verði Damon Albarn og Gorillaz sem troða upp á aðaltónleikunum í stað U2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.