Lífið

Sarah Ferguson í Oprah: Ég var í ræsinu

Sarah Ferguson reynir að rétta hlut sinn í Oprah í kvöld.
Sarah Ferguson reynir að rétta hlut sinn í Oprah í kvöld. Mynd/AFP

Beggja vegna Atlantshafsins bíður fólk í ofvæni eftir nýjasta þætti spjalldrottningarinnar Oprah Winfrey, sem fer í loftið í kvöld. Þar ræðir hún við Söruh Ferguson, hertogaynju af York, sem var nýlega tekin upp á leynimyndbandi af blaðamanni News of the World.

Þar þáði hún hálfrar milljón punda greiðslu fyrir að koma á sambandi við fyrrum eiginmann sinn, Andrew prins, sem er sérstakur fulltrúi Bretlands í alþjóðaviðskiptum.







Rammi úr myndbandinu þar sem Sarah selur samband við Andrew prins.
„Ég var búin að drekka og var ekki í góðum málum þarna," segir Sarah í viðtalinu. Hún segist hafa séð myndbandið lauslega í fréttum á flugvöllum en hefur ekki ennþá sest niður til að horfa vandlega á það.

„Ég hef einfaldlega ekki þorað því ennþá. Af því að ég var alveg í ræsinu þarna," segir hún.

Blaðamaður News of the World plataði Söruh á þennan fund og tók hann upp. Myndbandið var síðan sett á heimasíðu blaðsins. Þetta setti Söruh í meiriháttar vandræði og veikir stöðu hennar gríðarlega. Elísabet Englandsdrottning hélt neyðarfund þegar málið kom upp.

Sarah er fimmtug. Hún skildi við Andrew prins, hertogann af York, árið 1996. Hann er næstelsti sonur Elísabetar og fjórði í röðinni að krúnunni. Önnur dóttir þeirra er sú sjötta.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.