Lífið

Liam: Dauði Oasis það besta sem gat gerst

Liam kynnir nú fatalínuna Pretty Green og vill bara að töff fólk klæðist henni.
Liam kynnir nú fatalínuna Pretty Green og vill bara að töff fólk klæðist henni.

Ólátabelgurinn Liam Gallagher segir að dauði hljómsveitarinnar Oasis sé það besta sem gat gerst. Hann segist hafa áttað sig á því að nú sé hann frjálsari en hann var áður.

Söngvarinn vinnur nú að því að kynna fatalínuna sína, Pretty Green, í Bandaríkjunum og sagði í viðtali við New York Times að hann væri að einbeita sér að eigin ferli. „Þetta var það besta sem gat gerst vegna þess að núna höfum við frelsi til að gera það sem við viljum," sagði hann.

Liam staðfesti í viðtalinu að hann og Noel bróðir hans hefðu ekki talast við síðan hann yfirgaf Oasis í ágúst.

Loks sagði Liam í viðtalinu að afar fáir væru jafn töff í dag og hann væri. „Ég vil bara að fólk sem er nógu töff klæðist fatalínunni minni," sagði hann. „Ekki bara hver sem er."


Tengdar fréttir

Ný hljómsveit Liam spilar Bítlalög

Liam Gallagher segir að nýja hljómsveitin hans muni sjá um alla tónlistina í nýju Bítlamyndinni sem hann er með í undirbúningi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.