Hans klaufi í Elliðaárdalnum 1. júní 2010 05:00 Hans klaufi og nokkrar persónur í nýrri sýningu farandleikhópsins Lottu sem sýnir í sumar um allt land. Leikhópurinn Lotta frumsýndi fjölskylduleiksýninguna Hans klaufa í Elliðaárdalnum á laugardag. Þetta er fjórða sumarið sem Leikhópurinn Lotta tekur sig til og setur upp barnasýningu utandyra. Sumarið 2007 var hið sívinsæla verk Torbjörns Egner, Dýrin í Hálsaskógi, sett á svið, 2008 var það Galdrakarlinn í Oz í nýrri leikgerð Ármanns Guðmundssonar og síðasta sumar Rauðhetta eftir Snæbjörn Ragnarsson. Verkið skrifaði Ljóti hálfvitinn Snæbjörn Ragnarsson en auk Hans klaufa koma við sögu aðrar þekktar persónur úr ævintýraheiminum. Þar má til dæmis nefna Öskubusku og froskaprinsinn. Verkið segir frá því þegar Aron prins og aðstoðarmaður hans, Hans klaufi, koma heim úr löngu ferðalagi. Þegar heim kemur komast þeir að því að ekki er allt með felldu. Norn hefur komið þangað í fjarveru þeirra, lagt álög á kóngsríkið og svæft alla þegna þess og til að bæta gráu ofan á svart breytir hún Aroni prins í frosk. Nú eru góð ráð dýr og er það undir Hans klaufa komið að aflétta álögunum og bjarga kóngsríkinu. Verst bara hvað hann er mikill klaufi. Hans klaufi hefur reyndar áður birst í sýningum Leikhópsins Lottu en það var síðasta sumar í verkinu Rauðhettu. Kom hann fram sem bróðir Grétu en þau systkinin voru send út í skóg af föður sínum þar sem þau síðar fundu sælgætishús og voru tekin til fanga af illgjarnri norn. Í framhaldi af frumsýningunni mun Leikhópurinn Lotta ferðast um landið með Hans klaufa. Sýndar verða tæplega áttatíu á fleiri en fimmtíu stöðum um allt land. Miðaverð er 1.500 krónur Þetta er því ódýr fjölskylduskemmtun sem enginn má láta fram hjá sér fara. Næsta sýning verður í Kópavogi í dag kl. 18 og svo aftur í Elliðaárdalnum á morgun kl. 18. Á laugardag verður sýning í Hafnarfirði. Áhorfendum er bent á að klæða sig eftir veðri og taka með sér teppi til að sitja á. Þá eru allir hvattir til að hafa myndavél meðferðis því eftir sýningu fá börnin að spjalla við persónurnar úr leikritinu, skoða alla leikmyndina og kynnast þannig enn betur töfrum leikhússins. Nánari upplýsingar um sýningarplan og nákvæmari leiðsögn að sýningarstöðum má finna á heimasíðu hópsins, leikhopurinnlotta.is, og á síðu hópsins á Facebook.- pbb Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Leikhópurinn Lotta frumsýndi fjölskylduleiksýninguna Hans klaufa í Elliðaárdalnum á laugardag. Þetta er fjórða sumarið sem Leikhópurinn Lotta tekur sig til og setur upp barnasýningu utandyra. Sumarið 2007 var hið sívinsæla verk Torbjörns Egner, Dýrin í Hálsaskógi, sett á svið, 2008 var það Galdrakarlinn í Oz í nýrri leikgerð Ármanns Guðmundssonar og síðasta sumar Rauðhetta eftir Snæbjörn Ragnarsson. Verkið skrifaði Ljóti hálfvitinn Snæbjörn Ragnarsson en auk Hans klaufa koma við sögu aðrar þekktar persónur úr ævintýraheiminum. Þar má til dæmis nefna Öskubusku og froskaprinsinn. Verkið segir frá því þegar Aron prins og aðstoðarmaður hans, Hans klaufi, koma heim úr löngu ferðalagi. Þegar heim kemur komast þeir að því að ekki er allt með felldu. Norn hefur komið þangað í fjarveru þeirra, lagt álög á kóngsríkið og svæft alla þegna þess og til að bæta gráu ofan á svart breytir hún Aroni prins í frosk. Nú eru góð ráð dýr og er það undir Hans klaufa komið að aflétta álögunum og bjarga kóngsríkinu. Verst bara hvað hann er mikill klaufi. Hans klaufi hefur reyndar áður birst í sýningum Leikhópsins Lottu en það var síðasta sumar í verkinu Rauðhettu. Kom hann fram sem bróðir Grétu en þau systkinin voru send út í skóg af föður sínum þar sem þau síðar fundu sælgætishús og voru tekin til fanga af illgjarnri norn. Í framhaldi af frumsýningunni mun Leikhópurinn Lotta ferðast um landið með Hans klaufa. Sýndar verða tæplega áttatíu á fleiri en fimmtíu stöðum um allt land. Miðaverð er 1.500 krónur Þetta er því ódýr fjölskylduskemmtun sem enginn má láta fram hjá sér fara. Næsta sýning verður í Kópavogi í dag kl. 18 og svo aftur í Elliðaárdalnum á morgun kl. 18. Á laugardag verður sýning í Hafnarfirði. Áhorfendum er bent á að klæða sig eftir veðri og taka með sér teppi til að sitja á. Þá eru allir hvattir til að hafa myndavél meðferðis því eftir sýningu fá börnin að spjalla við persónurnar úr leikritinu, skoða alla leikmyndina og kynnast þannig enn betur töfrum leikhússins. Nánari upplýsingar um sýningarplan og nákvæmari leiðsögn að sýningarstöðum má finna á heimasíðu hópsins, leikhopurinnlotta.is, og á síðu hópsins á Facebook.- pbb
Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“