Lífið

Laminn á karókíbar í Glasgow vegna naglalakks

Eins og sjá má er Alasdair búinn að jafna sig eftir árásina. Tónleikar hans og Benna verða á fimmtudaginn.
Eins og sjá má er Alasdair búinn að jafna sig eftir árásina. Tónleikar hans og Benna verða á fimmtudaginn. Fréttablaðið/Pjetur

Auglýsingaplakat með Benna Hemm Hemm og Skotanum Alasdair Roberts vegna tónleika þeirra á Listahátíð í Reykjavík hefur vakið athygli í strætóskýlum borgarinnar. Myndin á plakatinu var tekin í Glasgow og þar skartar Alasdair myndarlegu glóðarauga.

„Rétt áður en við fórum í að taka þessa mynd var ráðist á Alasdair á karókíbar af því að hann var með naglalakk á puttunum," segir Benni en bætir við að hann hafi ekki meiðst alvarlega í árásinni. „Hann gerði einhverjar tilraunir með naglalakk og það var aðeins tekið í hann. Við erum eins og einhverjir Glasgow-mafíósar á þessari mynd."

Umrædd mynd af Benna og Alasdair með glóðaraugað.

Benna og Alasdair til halds og trausts á tónleikunum verður Blásarasveit Reykjavíkur og hafa æfingar staðið yfir að undanförnu. „Þetta hljómar stórkostlega, sem er ekki vaninn á fyrstu æfingu. Það er ógeðslega flott sánd í hljómsveitinni," segir Benni, sem var veikur þegar hann samdi tónlistina.

„Mér datt þetta fyrst í hug þegar ég var með hita og óráð uppi í rúmi og leið hræðilega. Svo sá ég fyrir mér gróflega þessa hugmynd og fór að pæla í hvernig ég ætlaði að hafa hana. Svo fattaði ég að ég var orðinn fullfrískur." Í textunum blanda þeir félagar saman íslensku og skoskri ensku svo úr verður nánast nýtt tungumál.

Tónleikarnir verða í Íslensku óperunni á fimmtudagskvöld og í Ketilhúsinu á Akureyri á laugardaginn á tónlistarhátíðinni AIM. - fb

Hér eru nánari upplýsingar um tónleikana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.