Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Barna- og fjölskyldustofa 28. janúar 2026 08:59 Anna Ragnhildur segir skilnað reyna á alla fjölskyldumeðlimi. Hún og fjölskylda hennar nýtti sér meðal annars vefúrræðið Barna- og fjölskyldustofu til að komast í gegnum ferlið. Skilnaður, nýtt samband, börn, stjúpbörn og nauðsynleg samskipti við fyrrverandi þeirra sem koma að samsettum fjölskyldum er krefjandi veruleiki margra fjölskyldna á Íslandi. Samskipti geta verið viðkvæm og flókin og ekki sjálfgefið að þau gangi vel. Sesfamily.com er eitt þeirra úrræða sem stendur fólki til boða sem gengur í gegnum skilnað eða sambúðarslit, ókeypis stafrænt velferðarúrræði á vegum Barna- og fjölskyldustofu. Þau Anna Ragnhildur og maður hennar, Addi nýttu sér vefinn til að styrkja sig í gegnum skilnaðarferli og til að byggja upp nýtt fjölskyldumynstur og samskiptanet við fyrrverandi maka, en fjölskylda þeirra er samsett fjölskylda. Anna og Addi hafa nýtt sér SES -vefsíðuna með góðum árangri. Anna segir enga eina „rétta leið“ í gegnum skilnað en segir hér frá því sem gagnaðist þeim og hvernig þau nýttu vefinn. „Við barnsfaðir minn, skildum í janúar 2020 eftir fjögurra ára samband. Addi og barnsmóðir hans skildu í nóvember 2020 eftir tíu ára samband. Við Addi tökum saman í nóvember 2021. Þá á ég eina fimm ára stelpu og Addi á tvær stelpur, sex ára og níu ára. Við eignumst svo strákinn okkar saman í mars 2024. Sunna, barnsmóðir Adda, er í dag í sambandi og þau eiga litla dóttur sem er þá litla systir stjúpdætra minna. Barnsfaðir minn er í sambandi með konu sem á sex ára strák úr fyrra sambandi og hann er því litli stjúpbróðir dóttur minnar og stjúpsonur míns fyrrverandi,“ útskýrir Anna. Hún segir SES-vefinn hafa nýst þeim vel. Inni á vefnum er gagnreynt námsefni og börnin geta farið sjálf inn á vefinn og skoðað námskeið fyrir þau sjálf. Einnig eru þar námskeið sem foreldrar og börn geta farið í gegnum saman. Systurnar með litla bróður sinn á jólunum. Þær hafa nýtt sér SES mini og SES NXT, bæði sjálfar og með foreldrunum og jafnvel ömmu og afa. Krakkarnir nota SES mini og NXT „Stelpan mín byrjaði sjálf að skoða SES mini, sem er fyrir yngstu börnin, í kringum fimm til sex ára aldurinn því þótt hún hafi verið þriggja ára þegar skilnaðurinn átti sér stað þá hefur þetta áhrif í mun lengri tíma. Henni fannst SES mini og síðar SES NXT efnið fyrir eldri börn algjört æði og það gaf henni mikið að fá að sýna öðrum efnið þar inni. Hún bað um að fá að sýna ömmu sinni og einnig litla bróður sínum. Þá sá ég hana stimpla inn vefslóðina sjálf og fara í gegnum þetta með þeim, sem var mjög krúttlegt. Við notum vefinn mjög mikið með krökkunum. Þeim finnst voða gott þegar við gerum það saman en úr því verður oftast til gott spjall,“ útskýrir Anna. Samviskubitið nær óbærilegt Samskiptin milli allra sem koma að uppeldi barnanna ganga í dag vel, það vel að þær Anna og Sunna, barnsmóðir Adda, eru orðnar nánar vinkonur. „Sunna er einnig guðmóðir sonar okkar Adda, litla bróður stelpnanna þeirra, og er það mikið sameiningartákn fyrir okkur fjölskyldurnar,“ segir Anna. Hún gerir þó ekki lítið úr þeirri áskorun sem skilnaður er. Sárar tilfinningar, kvíði og sorg einkenndu ferlið til að byrja með. „Skilnaður er ógeðslega erfitt fyrirbæri og sjaldan án sárra tilfinninga í allar áttir. Það vill enginn skilja og oftar en ekki er fólk búið að berjast lengi við að halda öllu saman. Hjá mér var samviskubitið nær óbærilegt gagnvart dóttur minni. Að sjálfsögðu er þetta oft langbesta niðurstaðan en það tekur tíma að sjá það og að komast þangað. „Við barnsfaðir minn fórum saman í ráðgjöf til fagaðila til að fá aðstoð við að klára okkar mál og hjálp við að stíga fyrstu skrefin inn í nýtt samband sem samstarfsforeldrar. Þá var mjög hjálplegt að vera búin að fræða mig aðeins inni á SES-vefnum,“ segir Anna og bendir á að hægt sé að velja mismunandi þemu inni á vefnum eftir því hvaða áskorunum fólk standi frammi fyrir í hvert sinn. Mest fannst mér magnað að fá fræðslu frá sjónarhorni barna. Að fræða sig og geta á öruggan máta útskýrt sjálfur fyrir barninu hvað það er að upplifa eða hvaðan það kemur og hvað er hægt að gera er ómetanlegt tól. Það var krefjandi verkefni fyrir mig og barnsföður minn að ræða við dóttur okkur um skilnaðinn og þar kom vefurinn sterkur inn,“ segir Anna. Mikið í húfi að vinna faglega með fyrrverandi Anna segir áskoranirnar hafa verið margvíslegar og allir þurft að venjast nýjum veruleika. Hún þekki það sjálf á eigin skinni þegar foreldrar skilja ekki í góðu. „Persónuleg mál skipta ekki lengur máli. Sambandið verður að samstarfi og þá skiptir máli að vera „professional“ eins og í hverju öðru starfi, en það er einmitt eitt námskeið inn a SES-vefnum sem fjallar um þetta. Það er mikið í húfi. Dóttir mín var mjög ung þegar við skildum en þegar það leið aðeins á þá fór hún að spyrja um pabba sinn og ég man að ég teiknaði myndir fyrir hana af mömmu-húsi og pabba-húsi. Ég sagði við hana að við værum samt alltaf fjölskylda þótt að það væri núna tvö heimili. Við heimsóttum síðan hvort annað heima og borðuðum öll saman kvöldmat einu sinni í viku,“ útskýrir Anna. Það sé mikilvægt að leggja góðan grunn. Þegar hún fór inn á vefinn í tengslum við eigið skilnaðarferli, hafi hún áttað sig á því að þær tilfinningar sem hún og bróðir hennar upplifðu við skilnað foreldra sinna á sínum tíma voru eðlilegar. Vefurinn hafi því einnig hjálpað henni í tengslum við skilnað foreldra hennar. Foreldrar mínir skildu árið 2004 en þá var ég 13 ára og litli bróðir minn níu ára. Á þeim tíma var lítið pælt í hvaða áhrif þetta hefði á börnin. Foreldrar mínir skildu ekki í góðu og voru ekki vinir. Þetta hafði gífurlega mikil áhrif á okkur bróður minn. „Upp komu flóknar tilfinningar; sorg yfir því að þau gætu ekki talað saman, samviskubit gagnvart öðru foreldrinu þegar við vorum með hinu, reiði og vörn þegar annað foreldrið gagnrýndi hitt og kvíði þegar upp komu aðstæður þar sem þau myndu mætast, sem er oft í lífi barns. Það hefur sýnt mér að grunnurinn sem er lagður er grunnurinn að öllu, sama hversu langur tími líður,“ segir Anna. Þau Addi fóru því rólega af stað með sitt samband gagnvart börnunum. Þau gáfu sér langan tíma til að kynnast börnum hvors annars og margir mánuðir liðu áður en þau fóru að kynna börnin fyrir hvert öðru. „Helstu áskoranir okkar Adda koma síðan upp þegar við fluttum öll inn saman. Ég varð svolítið stressuð þegar stelpurnar rifust en Addi var rólegur og benti mér á að systkini rífast. Það sem skipti máli þá var að taka ennþá tíma „one on one“ með okkar börnum. Stjúpuhlutverkið er síðan alveg sér kafli. Þar komu upp alls konar nýjar flóknar tilfinningar og þurfti að leggja línur og mörk í allar áttir. Grunnurinn að því voru góð og mikil samskipti,“ segir Anna. Líðan barnanna ofar öllu Sunna, barnsmóðir Adda tekur undir með Önnu, grunnurinn sem lagður sé í samskiptum foreldra við skilnað skipti öllu máli. Hún segist sjálf hafa verið staðráðin í að börnin þeirra finndu sem minnst fyrir skilnaðinum. „Það gekk ýmislegt á, það er ekki auðvelt að skilja eftir 10 ár og við skiljum ekki að ástæðulausu. En ég var alltaf ákveðin í að stelpurnar yrðu ekki varar við ágreining okkar á milli,“ segir Sunna. Þau hafi verið heppin að kynnast bæði mökum sem höfðu sömu sýn. „Þetta er vinna en við vorum frekar fljótt komin á þennan stað sem við erum á í dag og það af því að Anna er ákveðin í þessu líka og þegar ég kynnist síðan mínum maka er hann líka á sömu blaðsíðu. Við erum heppin að vera öll svo samstíga,“ útskýrir Sunna. Dætur Önnu, Adda og Sunnu með litla bróður sinn. Hún bjó einnig að reynslu sinni sem tómstunda- og félagsfræðingur. Hún segir mikilvægt fyrir krakka að sjá að fullorðna fólkið séu vinir, þau þoli illa ágreining foreldra og spennu. „Ég starfa með börnum og unglingum og vinn mikið með tengslamyndandi nálgun. Ég notaði það á mín börn og eins átti ég góðar fyrirmyndir sem ég horfði til. Yfirmaður minn og hans fyrrverandi hittast til dæmis alltaf í morgunmat á afmæli barnanna, það fannst mér mjög fallegt og var ákveðin í að ég vildi hafa samskiptin svona.“ Við lögðum til dæmis áherslu á að allt dót geta þær farið með á milli eins og þær vilja, það er ekki neitt: „þetta dót á bara að vera heima hjá mömmu". „Öll afmæli eru haldin saman og við hittumst til dæmis alltaf öll heima hjá Önnu og Adda á Halloween. Þegar drengurinn þeirra Önnu og Adda var skírður stóðu stelpurnar mínar og þeirra í kirkjunni með þeim og svo ég. Mörgum fannst það skrítið en við erum frekar náin og börnin sjá okkur sem bestu vini, sem er betra. Ég hef bent fólki í kringum mig á SES-vefinn því hann er mjög sniðugur og ég veit að hann hefur nýst mörgum,“ segir Sunna. Verður ekki alltaf svona erfitt Anna segir SES Family-vefinn hafa nýst á ómetanlegan hátt í gegnum allt ferlið. Það muni miklu að hafa aðgang að ókeypis stuðningi; hún nálgist fræðsluna á annan hátt en ef hún væri að greiða tímagjald hjá sérfræðingi. Þá sé gott að fá staðfestingu á eigin líðan. Spurð hvað hún vilji segja við þau sem standa mögulega frammi fyrir skilnaði í dag eða eru að vinna í flóknum tilfinningum segir hún: „Þetta verður ekki alltaf svona erfitt. Fólk sem ákveður að skilja er fyrst og fremst hugrakkt. Það þarf að sýna sjálfu sér og hvort öðru mildi. Hafa í huga að vinnan sem þið leggið í þetta núna mun skila sér margfalt þegar líður á; það græða allir á góðum samskiptum. Við fjölskyldan mætum að sjálfsögðu enn þá alls kyns áskorunum. Margt gengur nú eins og smurð vél en aðallega vegna þess að við höfðum tólin, m.a. SES Family-vefinn, til þess að mæta vandamálum þegar þau komu upp. segir Anna að lokum. Hvað er SES Family? SES er gagnreynt stafrænt velferðarúrræði stutt af rannsóknum og klínískri beitingu, ásamt reynslu bæði foreldra og fagfólks. Um er að ræða fræðslu og námsefni sem sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að skilar árangri og dregur marktækt úr þekktum afleiðingum skilnaðar bæði hjá börnum og fullorðnum. Vefurinn er að danskri fyrirmynd, þýddur, staðfærður og innleiddur á Íslandi árið 2020 í samvinnu við mennta- og barnamálaráðuneytið og Samarbejde efter skilsmisse ApS í Danmörku. Vefurinn er aðgengilegur öllum foreldrum, börnum og fagfólki, þeim að kostnaðarlausu og hægt að finna undir samvinna eftir skilnað á Instagram, Facebook og TikTok Samfélagslega mikilvægt verkefni Yfir 40 % hjónabanda á Íslandi enda með skilnaði. Skilnaður eða sambúðarslit snerta árlega í kringum 700 barnafjölskyldur hér á landi og fjöldi skilnaðarbarna er í kringum 1100 til 1200 börn árlega. Til mikils er því að vinna bæði í samfélagslegum skilningi og í fyrirbyggjandi tilgangi. Auknar líkur eru á almennt betri líðan fólks sem nýtir vefinn, það dregur úr veikindafjarveru frá vinnu og hefur jákvæð áhrif á sálræna líðan. Betri líðan foreldra mun svo skila sér til barnanna. Nýjar rannsóknir benda jafnframt til þess að það dragi úr ágreiningi milli foreldra þegar börnin nota vefinn. Börnum sem notuðu vefinn leið betur í skólanum - leið almennt betur, sýndu bætta félagsfærni og minni hegðunarvanda og þeim dögum sem börn voru fjarverandi frá skóla fækkaði um fimm daga á ári. Nýjasta rannsóknin sýnir afgerandi tölur Fimm ára eftirfylgdarrannsókn sem birt var í Journal of Medical Internet Research nú í janúar 2026 sýndi meðal annars eftirfarandi tölur fyrir notendur SES ONE (foreldraefni)- vefsins : 32,0 % minni líkur á sjúkrahúsdvöl (fjórum árum eftir) 28,0 % minni notkun á svefn, kvíða- og þunglyndislyfjum 38,0 % minni líkur á heimsókn á heilsugæsluna (þremur árum eftir skilnað SES Family töfrar ekki neikvæðar afleiðingar skilnaðar alfarið í burtu en dregur marktækt úr ýmsum þekktum afleiðingum. Að tileinka sér SES verkfærið er fyrirbyggjandi fyrir langtímaheilbrigði Niðurstöðurnar endurspegla niðurstöður fyrri rannsókna SES dregur úr streitu, kvíða, þunglyndi, fjandskap á milli foreldra og veikindafjarvistum Hér fyrir neðan má hlusta á viðtal við þær Gyðu Hjartardóttur og Stefaníu Dögg Jóhannesdóttur, sérfræðinga á gæðasviði Barna- og fjölskyldustofu en þær mættu í Bítið á Bylgjunni og sögðu frá Sesfamily úrræðinu. Fjölskyldumál Heilsa Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Líf og fjör í loðnu málverkunum Menning Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Fleiri fréttir Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ 43 ára kvikmyndasaga kvödd Draumaferðin gæti verið nær en þú heldur Hyalúrónsýra, kraftaverkaefni nútímans Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Góðgerlar fyrir jafnvægi á hverju æviskeiði Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Hvað veldur rafmögnuðu hári og hvernig má losna við það? Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Mikils virði að gefa fólki frelsi til að velja Fjölbreyttir jólasmáréttir frá Kjarnafæði Snéru upp á klassískt jólalag Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið Sjá meira
Sesfamily.com er eitt þeirra úrræða sem stendur fólki til boða sem gengur í gegnum skilnað eða sambúðarslit, ókeypis stafrænt velferðarúrræði á vegum Barna- og fjölskyldustofu. Þau Anna Ragnhildur og maður hennar, Addi nýttu sér vefinn til að styrkja sig í gegnum skilnaðarferli og til að byggja upp nýtt fjölskyldumynstur og samskiptanet við fyrrverandi maka, en fjölskylda þeirra er samsett fjölskylda. Anna og Addi hafa nýtt sér SES -vefsíðuna með góðum árangri. Anna segir enga eina „rétta leið“ í gegnum skilnað en segir hér frá því sem gagnaðist þeim og hvernig þau nýttu vefinn. „Við barnsfaðir minn, skildum í janúar 2020 eftir fjögurra ára samband. Addi og barnsmóðir hans skildu í nóvember 2020 eftir tíu ára samband. Við Addi tökum saman í nóvember 2021. Þá á ég eina fimm ára stelpu og Addi á tvær stelpur, sex ára og níu ára. Við eignumst svo strákinn okkar saman í mars 2024. Sunna, barnsmóðir Adda, er í dag í sambandi og þau eiga litla dóttur sem er þá litla systir stjúpdætra minna. Barnsfaðir minn er í sambandi með konu sem á sex ára strák úr fyrra sambandi og hann er því litli stjúpbróðir dóttur minnar og stjúpsonur míns fyrrverandi,“ útskýrir Anna. Hún segir SES-vefinn hafa nýst þeim vel. Inni á vefnum er gagnreynt námsefni og börnin geta farið sjálf inn á vefinn og skoðað námskeið fyrir þau sjálf. Einnig eru þar námskeið sem foreldrar og börn geta farið í gegnum saman. Systurnar með litla bróður sinn á jólunum. Þær hafa nýtt sér SES mini og SES NXT, bæði sjálfar og með foreldrunum og jafnvel ömmu og afa. Krakkarnir nota SES mini og NXT „Stelpan mín byrjaði sjálf að skoða SES mini, sem er fyrir yngstu börnin, í kringum fimm til sex ára aldurinn því þótt hún hafi verið þriggja ára þegar skilnaðurinn átti sér stað þá hefur þetta áhrif í mun lengri tíma. Henni fannst SES mini og síðar SES NXT efnið fyrir eldri börn algjört æði og það gaf henni mikið að fá að sýna öðrum efnið þar inni. Hún bað um að fá að sýna ömmu sinni og einnig litla bróður sínum. Þá sá ég hana stimpla inn vefslóðina sjálf og fara í gegnum þetta með þeim, sem var mjög krúttlegt. Við notum vefinn mjög mikið með krökkunum. Þeim finnst voða gott þegar við gerum það saman en úr því verður oftast til gott spjall,“ útskýrir Anna. Samviskubitið nær óbærilegt Samskiptin milli allra sem koma að uppeldi barnanna ganga í dag vel, það vel að þær Anna og Sunna, barnsmóðir Adda, eru orðnar nánar vinkonur. „Sunna er einnig guðmóðir sonar okkar Adda, litla bróður stelpnanna þeirra, og er það mikið sameiningartákn fyrir okkur fjölskyldurnar,“ segir Anna. Hún gerir þó ekki lítið úr þeirri áskorun sem skilnaður er. Sárar tilfinningar, kvíði og sorg einkenndu ferlið til að byrja með. „Skilnaður er ógeðslega erfitt fyrirbæri og sjaldan án sárra tilfinninga í allar áttir. Það vill enginn skilja og oftar en ekki er fólk búið að berjast lengi við að halda öllu saman. Hjá mér var samviskubitið nær óbærilegt gagnvart dóttur minni. Að sjálfsögðu er þetta oft langbesta niðurstaðan en það tekur tíma að sjá það og að komast þangað. „Við barnsfaðir minn fórum saman í ráðgjöf til fagaðila til að fá aðstoð við að klára okkar mál og hjálp við að stíga fyrstu skrefin inn í nýtt samband sem samstarfsforeldrar. Þá var mjög hjálplegt að vera búin að fræða mig aðeins inni á SES-vefnum,“ segir Anna og bendir á að hægt sé að velja mismunandi þemu inni á vefnum eftir því hvaða áskorunum fólk standi frammi fyrir í hvert sinn. Mest fannst mér magnað að fá fræðslu frá sjónarhorni barna. Að fræða sig og geta á öruggan máta útskýrt sjálfur fyrir barninu hvað það er að upplifa eða hvaðan það kemur og hvað er hægt að gera er ómetanlegt tól. Það var krefjandi verkefni fyrir mig og barnsföður minn að ræða við dóttur okkur um skilnaðinn og þar kom vefurinn sterkur inn,“ segir Anna. Mikið í húfi að vinna faglega með fyrrverandi Anna segir áskoranirnar hafa verið margvíslegar og allir þurft að venjast nýjum veruleika. Hún þekki það sjálf á eigin skinni þegar foreldrar skilja ekki í góðu. „Persónuleg mál skipta ekki lengur máli. Sambandið verður að samstarfi og þá skiptir máli að vera „professional“ eins og í hverju öðru starfi, en það er einmitt eitt námskeið inn a SES-vefnum sem fjallar um þetta. Það er mikið í húfi. Dóttir mín var mjög ung þegar við skildum en þegar það leið aðeins á þá fór hún að spyrja um pabba sinn og ég man að ég teiknaði myndir fyrir hana af mömmu-húsi og pabba-húsi. Ég sagði við hana að við værum samt alltaf fjölskylda þótt að það væri núna tvö heimili. Við heimsóttum síðan hvort annað heima og borðuðum öll saman kvöldmat einu sinni í viku,“ útskýrir Anna. Það sé mikilvægt að leggja góðan grunn. Þegar hún fór inn á vefinn í tengslum við eigið skilnaðarferli, hafi hún áttað sig á því að þær tilfinningar sem hún og bróðir hennar upplifðu við skilnað foreldra sinna á sínum tíma voru eðlilegar. Vefurinn hafi því einnig hjálpað henni í tengslum við skilnað foreldra hennar. Foreldrar mínir skildu árið 2004 en þá var ég 13 ára og litli bróðir minn níu ára. Á þeim tíma var lítið pælt í hvaða áhrif þetta hefði á börnin. Foreldrar mínir skildu ekki í góðu og voru ekki vinir. Þetta hafði gífurlega mikil áhrif á okkur bróður minn. „Upp komu flóknar tilfinningar; sorg yfir því að þau gætu ekki talað saman, samviskubit gagnvart öðru foreldrinu þegar við vorum með hinu, reiði og vörn þegar annað foreldrið gagnrýndi hitt og kvíði þegar upp komu aðstæður þar sem þau myndu mætast, sem er oft í lífi barns. Það hefur sýnt mér að grunnurinn sem er lagður er grunnurinn að öllu, sama hversu langur tími líður,“ segir Anna. Þau Addi fóru því rólega af stað með sitt samband gagnvart börnunum. Þau gáfu sér langan tíma til að kynnast börnum hvors annars og margir mánuðir liðu áður en þau fóru að kynna börnin fyrir hvert öðru. „Helstu áskoranir okkar Adda koma síðan upp þegar við fluttum öll inn saman. Ég varð svolítið stressuð þegar stelpurnar rifust en Addi var rólegur og benti mér á að systkini rífast. Það sem skipti máli þá var að taka ennþá tíma „one on one“ með okkar börnum. Stjúpuhlutverkið er síðan alveg sér kafli. Þar komu upp alls konar nýjar flóknar tilfinningar og þurfti að leggja línur og mörk í allar áttir. Grunnurinn að því voru góð og mikil samskipti,“ segir Anna. Líðan barnanna ofar öllu Sunna, barnsmóðir Adda tekur undir með Önnu, grunnurinn sem lagður sé í samskiptum foreldra við skilnað skipti öllu máli. Hún segist sjálf hafa verið staðráðin í að börnin þeirra finndu sem minnst fyrir skilnaðinum. „Það gekk ýmislegt á, það er ekki auðvelt að skilja eftir 10 ár og við skiljum ekki að ástæðulausu. En ég var alltaf ákveðin í að stelpurnar yrðu ekki varar við ágreining okkar á milli,“ segir Sunna. Þau hafi verið heppin að kynnast bæði mökum sem höfðu sömu sýn. „Þetta er vinna en við vorum frekar fljótt komin á þennan stað sem við erum á í dag og það af því að Anna er ákveðin í þessu líka og þegar ég kynnist síðan mínum maka er hann líka á sömu blaðsíðu. Við erum heppin að vera öll svo samstíga,“ útskýrir Sunna. Dætur Önnu, Adda og Sunnu með litla bróður sinn. Hún bjó einnig að reynslu sinni sem tómstunda- og félagsfræðingur. Hún segir mikilvægt fyrir krakka að sjá að fullorðna fólkið séu vinir, þau þoli illa ágreining foreldra og spennu. „Ég starfa með börnum og unglingum og vinn mikið með tengslamyndandi nálgun. Ég notaði það á mín börn og eins átti ég góðar fyrirmyndir sem ég horfði til. Yfirmaður minn og hans fyrrverandi hittast til dæmis alltaf í morgunmat á afmæli barnanna, það fannst mér mjög fallegt og var ákveðin í að ég vildi hafa samskiptin svona.“ Við lögðum til dæmis áherslu á að allt dót geta þær farið með á milli eins og þær vilja, það er ekki neitt: „þetta dót á bara að vera heima hjá mömmu". „Öll afmæli eru haldin saman og við hittumst til dæmis alltaf öll heima hjá Önnu og Adda á Halloween. Þegar drengurinn þeirra Önnu og Adda var skírður stóðu stelpurnar mínar og þeirra í kirkjunni með þeim og svo ég. Mörgum fannst það skrítið en við erum frekar náin og börnin sjá okkur sem bestu vini, sem er betra. Ég hef bent fólki í kringum mig á SES-vefinn því hann er mjög sniðugur og ég veit að hann hefur nýst mörgum,“ segir Sunna. Verður ekki alltaf svona erfitt Anna segir SES Family-vefinn hafa nýst á ómetanlegan hátt í gegnum allt ferlið. Það muni miklu að hafa aðgang að ókeypis stuðningi; hún nálgist fræðsluna á annan hátt en ef hún væri að greiða tímagjald hjá sérfræðingi. Þá sé gott að fá staðfestingu á eigin líðan. Spurð hvað hún vilji segja við þau sem standa mögulega frammi fyrir skilnaði í dag eða eru að vinna í flóknum tilfinningum segir hún: „Þetta verður ekki alltaf svona erfitt. Fólk sem ákveður að skilja er fyrst og fremst hugrakkt. Það þarf að sýna sjálfu sér og hvort öðru mildi. Hafa í huga að vinnan sem þið leggið í þetta núna mun skila sér margfalt þegar líður á; það græða allir á góðum samskiptum. Við fjölskyldan mætum að sjálfsögðu enn þá alls kyns áskorunum. Margt gengur nú eins og smurð vél en aðallega vegna þess að við höfðum tólin, m.a. SES Family-vefinn, til þess að mæta vandamálum þegar þau komu upp. segir Anna að lokum. Hvað er SES Family? SES er gagnreynt stafrænt velferðarúrræði stutt af rannsóknum og klínískri beitingu, ásamt reynslu bæði foreldra og fagfólks. Um er að ræða fræðslu og námsefni sem sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að skilar árangri og dregur marktækt úr þekktum afleiðingum skilnaðar bæði hjá börnum og fullorðnum. Vefurinn er að danskri fyrirmynd, þýddur, staðfærður og innleiddur á Íslandi árið 2020 í samvinnu við mennta- og barnamálaráðuneytið og Samarbejde efter skilsmisse ApS í Danmörku. Vefurinn er aðgengilegur öllum foreldrum, börnum og fagfólki, þeim að kostnaðarlausu og hægt að finna undir samvinna eftir skilnað á Instagram, Facebook og TikTok Samfélagslega mikilvægt verkefni Yfir 40 % hjónabanda á Íslandi enda með skilnaði. Skilnaður eða sambúðarslit snerta árlega í kringum 700 barnafjölskyldur hér á landi og fjöldi skilnaðarbarna er í kringum 1100 til 1200 börn árlega. Til mikils er því að vinna bæði í samfélagslegum skilningi og í fyrirbyggjandi tilgangi. Auknar líkur eru á almennt betri líðan fólks sem nýtir vefinn, það dregur úr veikindafjarveru frá vinnu og hefur jákvæð áhrif á sálræna líðan. Betri líðan foreldra mun svo skila sér til barnanna. Nýjar rannsóknir benda jafnframt til þess að það dragi úr ágreiningi milli foreldra þegar börnin nota vefinn. Börnum sem notuðu vefinn leið betur í skólanum - leið almennt betur, sýndu bætta félagsfærni og minni hegðunarvanda og þeim dögum sem börn voru fjarverandi frá skóla fækkaði um fimm daga á ári. Nýjasta rannsóknin sýnir afgerandi tölur Fimm ára eftirfylgdarrannsókn sem birt var í Journal of Medical Internet Research nú í janúar 2026 sýndi meðal annars eftirfarandi tölur fyrir notendur SES ONE (foreldraefni)- vefsins : 32,0 % minni líkur á sjúkrahúsdvöl (fjórum árum eftir) 28,0 % minni notkun á svefn, kvíða- og þunglyndislyfjum 38,0 % minni líkur á heimsókn á heilsugæsluna (þremur árum eftir skilnað SES Family töfrar ekki neikvæðar afleiðingar skilnaðar alfarið í burtu en dregur marktækt úr ýmsum þekktum afleiðingum. Að tileinka sér SES verkfærið er fyrirbyggjandi fyrir langtímaheilbrigði Niðurstöðurnar endurspegla niðurstöður fyrri rannsókna SES dregur úr streitu, kvíða, þunglyndi, fjandskap á milli foreldra og veikindafjarvistum Hér fyrir neðan má hlusta á viðtal við þær Gyðu Hjartardóttur og Stefaníu Dögg Jóhannesdóttur, sérfræðinga á gæðasviði Barna- og fjölskyldustofu en þær mættu í Bítið á Bylgjunni og sögðu frá Sesfamily úrræðinu.
Fjölskyldumál Heilsa Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Líf og fjör í loðnu málverkunum Menning Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Fleiri fréttir Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ 43 ára kvikmyndasaga kvödd Draumaferðin gæti verið nær en þú heldur Hyalúrónsýra, kraftaverkaefni nútímans Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu Góðgerlar fyrir jafnvægi á hverju æviskeiði Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Hvað veldur rafmögnuðu hári og hvernig má losna við það? Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Mikils virði að gefa fólki frelsi til að velja Fjölbreyttir jólasmáréttir frá Kjarnafæði Snéru upp á klassískt jólalag Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið Sjá meira